Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur Ó. 2-1 Henry Birgir Gunnarsson á KR-vellinum skrifar 23. júní 2013 00:01 Slakir KR-ingar sluppu með skrekkinn í kvöld þegar botnlið Víkings kom í heimsókn. Þrátt fyrir að hafa lítið getað í leiknum tókst KR að klára leikinn á stuttum kafla og landa öllum stigunum. Það var lítið liðið af leiknum þegar gestirnir komust yfir. Eldar Masic tók hornspyrnu og hann fann Guðmund Magnússon í teignum sem lét vaða á markið. Boltinn fór inn en erfitt var að sjá hvort boltinn hefði farið í einhvern á leiðinni inn. KR-ingar virtust slegnir eftir markið og voru smá tíma að ná áttum. Þeir komust næst því að skora í hálfleiknum er Óskar Örn átti laust skot sem lak í stöngina. Þess utan var leikur KR-inga í molum. Þeir voru kraftlausir, sendingar arfaslakar og maður hafði það á tilfinningunni að þeir ætluðu sér að taka leikinn með vinstri. Brynjar Björn og Grétar Sigfinnur sáu um flestar sendingar upp völlinn með takmörkuðum árangri. Lykilleikmenn týndir og tröllum gefnir og ekkert að gerast. Ólsarar sterkir fyrir og nýttu föstu leikatriðin vel. Tóku sér góðan tíma í allar aðgerðir og seldu sig síðan dýrt. Varnarleikurinn þó brothættur á köflum en KR-ingar náðu ekki að nýta sér það. Það gekk ekkert hjá KR-ingum að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Þeir virkuðu ráðalausir þegar allt í einu þeir komust inn í leikinn. Brotið á Brynjari Birni inn í teig og víti dæmt. Vítið tók Gary Martin. Skotið var fast en Einar stökk eins og köttur í markinu og varði glæsilega. Ólsarar byrjuðu að fagna vörslunni er boltinn var í loftinu. Þeir hefðu betur geymt það því boltinn kom niður á jörðina og skrúfaðist síðan inn í netið. Algjörlega ótrúlegt mark. Skömmu síðar komumst heimamenn yfir. Einbeitingarleysi hjá gestunum í horni og Óskar Örn þakkaði fyrir sig með því að skora frábært mark. Það reyndist vera sigurmark leiksins. KR-ingar sluppu með skrekkinn. Þeir spiluðu alls ekki vel í kvöld og voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn. Uppspilið lélegt, sendingar lélegar og ítrekað voru menn að bera upp boltann sem réðu illa við verkefnið. Gæði Óskars og heppni skiluðu þeim aftur á móti stigunum þremur í kvöld. Þau voru ekki falleg en KR-ingum er eflaust slétt sama. Víkingar voru flottir í kvöld. Vörðust með kjafti og klóm og gáfu sig alla í verkefnið. Leikplanið þeirra var að ganga fullkomlega upp er KR fékk vítið. Vítamarkið sem þeir fengu á sig lýsir þeirra tímabili ágætlega. Það gengur nákvæmlega ekkert upp hjá þeim. Þessi frammistaða hlýtur þó að gefa þeim smá kraft því þeir voru ekki fjarri því að fá stig á KR-velli. Pétur: Ég var frekar rólegurPétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Rúnars Kristinssonar sem er á þjálfaranámskeiði í Tyrklandi. Ólíkt flestum sem sáu leikinn þá var Pétur á því að KR hefði spilað vel í kvöld. "Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög fínn hjá okkur og vel spilaður. Við hefðum vel getað skorað þrjú til fjögur mörk," sagði Pétur en hann var ekki eins ánægður með síðari hálfleikinn. "Fyrstu 15-20 mínúturnar í síðari hálfleik voru erfiðar. Svo náum við að jafna. Ég var frekar rólegur þrátt fyrir allt og allt. "Víkingur er líkamlega sterkt lið. Þeir eru vel skipulagðir og það er erfitt að vinna þá. Ég held að það hafi ekki verið neitt vanmat hjá okkur. Þessir leikir hafa oft verið erfiðustu leikirnir hjá KR." Ejub: Lélegt að gefa besta liði landsins vítiEjub Purisevic, þjálfari Víkings, var hundsvekktur eftir leikinn. Bæði með úrslitin og vítið sem Víkingur fékk dæmt á sig. "Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá fannst mér við eiga skilið að fá eitthvað út úr leiknum. Þegar KR fékk vítið var ekkert að gerast og ég hafði á tilfinningunni að þeir væru að róast," sagði Ejub. "Svo kemur þetta atvik og breytir algjörlega leiknum fyrir bæði lið. Það var áfall enda ekkert grín að koma hingað og spila. "Ég vona svo innilega að þetta hafi verið hreint víti. Mér fannst boltinn vera á milli. Mér finnst lélegt að það þurfi að gefa besta liði landsins svona víti. "Annars var ég mjög ánægður með mitt lið að koma hingað og sýna mikinn kjark. Við vorum stoltir, sýndum góðan leik og mikla baráttu. Við tökum það með okkur í næstu leiki." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Slakir KR-ingar sluppu með skrekkinn í kvöld þegar botnlið Víkings kom í heimsókn. Þrátt fyrir að hafa lítið getað í leiknum tókst KR að klára leikinn á stuttum kafla og landa öllum stigunum. Það var lítið liðið af leiknum þegar gestirnir komust yfir. Eldar Masic tók hornspyrnu og hann fann Guðmund Magnússon í teignum sem lét vaða á markið. Boltinn fór inn en erfitt var að sjá hvort boltinn hefði farið í einhvern á leiðinni inn. KR-ingar virtust slegnir eftir markið og voru smá tíma að ná áttum. Þeir komust næst því að skora í hálfleiknum er Óskar Örn átti laust skot sem lak í stöngina. Þess utan var leikur KR-inga í molum. Þeir voru kraftlausir, sendingar arfaslakar og maður hafði það á tilfinningunni að þeir ætluðu sér að taka leikinn með vinstri. Brynjar Björn og Grétar Sigfinnur sáu um flestar sendingar upp völlinn með takmörkuðum árangri. Lykilleikmenn týndir og tröllum gefnir og ekkert að gerast. Ólsarar sterkir fyrir og nýttu föstu leikatriðin vel. Tóku sér góðan tíma í allar aðgerðir og seldu sig síðan dýrt. Varnarleikurinn þó brothættur á köflum en KR-ingar náðu ekki að nýta sér það. Það gekk ekkert hjá KR-ingum að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Þeir virkuðu ráðalausir þegar allt í einu þeir komust inn í leikinn. Brotið á Brynjari Birni inn í teig og víti dæmt. Vítið tók Gary Martin. Skotið var fast en Einar stökk eins og köttur í markinu og varði glæsilega. Ólsarar byrjuðu að fagna vörslunni er boltinn var í loftinu. Þeir hefðu betur geymt það því boltinn kom niður á jörðina og skrúfaðist síðan inn í netið. Algjörlega ótrúlegt mark. Skömmu síðar komumst heimamenn yfir. Einbeitingarleysi hjá gestunum í horni og Óskar Örn þakkaði fyrir sig með því að skora frábært mark. Það reyndist vera sigurmark leiksins. KR-ingar sluppu með skrekkinn. Þeir spiluðu alls ekki vel í kvöld og voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn. Uppspilið lélegt, sendingar lélegar og ítrekað voru menn að bera upp boltann sem réðu illa við verkefnið. Gæði Óskars og heppni skiluðu þeim aftur á móti stigunum þremur í kvöld. Þau voru ekki falleg en KR-ingum er eflaust slétt sama. Víkingar voru flottir í kvöld. Vörðust með kjafti og klóm og gáfu sig alla í verkefnið. Leikplanið þeirra var að ganga fullkomlega upp er KR fékk vítið. Vítamarkið sem þeir fengu á sig lýsir þeirra tímabili ágætlega. Það gengur nákvæmlega ekkert upp hjá þeim. Þessi frammistaða hlýtur þó að gefa þeim smá kraft því þeir voru ekki fjarri því að fá stig á KR-velli. Pétur: Ég var frekar rólegurPétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Rúnars Kristinssonar sem er á þjálfaranámskeiði í Tyrklandi. Ólíkt flestum sem sáu leikinn þá var Pétur á því að KR hefði spilað vel í kvöld. "Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög fínn hjá okkur og vel spilaður. Við hefðum vel getað skorað þrjú til fjögur mörk," sagði Pétur en hann var ekki eins ánægður með síðari hálfleikinn. "Fyrstu 15-20 mínúturnar í síðari hálfleik voru erfiðar. Svo náum við að jafna. Ég var frekar rólegur þrátt fyrir allt og allt. "Víkingur er líkamlega sterkt lið. Þeir eru vel skipulagðir og það er erfitt að vinna þá. Ég held að það hafi ekki verið neitt vanmat hjá okkur. Þessir leikir hafa oft verið erfiðustu leikirnir hjá KR." Ejub: Lélegt að gefa besta liði landsins vítiEjub Purisevic, þjálfari Víkings, var hundsvekktur eftir leikinn. Bæði með úrslitin og vítið sem Víkingur fékk dæmt á sig. "Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá fannst mér við eiga skilið að fá eitthvað út úr leiknum. Þegar KR fékk vítið var ekkert að gerast og ég hafði á tilfinningunni að þeir væru að róast," sagði Ejub. "Svo kemur þetta atvik og breytir algjörlega leiknum fyrir bæði lið. Það var áfall enda ekkert grín að koma hingað og spila. "Ég vona svo innilega að þetta hafi verið hreint víti. Mér fannst boltinn vera á milli. Mér finnst lélegt að það þurfi að gefa besta liði landsins svona víti. "Annars var ég mjög ánægður með mitt lið að koma hingað og sýna mikinn kjark. Við vorum stoltir, sýndum góðan leik og mikla baráttu. Við tökum það með okkur í næstu leiki."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira