Enski boltinn

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn fer fram 11. ágúst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aleksandar Kolarov, leikmaður Manchester City, fagnar hér titlinum í fyrra.
Aleksandar Kolarov, leikmaður Manchester City, fagnar hér titlinum í fyrra. Mynd / Getty Images

Fyrsti leikur tímabilsins í enska boltanum  mun fara fram þann 11. ágúst næstkomandi þegar Manchester United og Wigan eigast við í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Leikurinn er oft einnig kallaður meistari meistarana en þar mætast ensku deildarmeistararnir og ensku bikarmeistararnir.

Manchester United var enskur meistari á síðasta tímabili en Wigan kom á óvart og vann enska bikarinn. Leikurinn fer fram á Wembley þann 11. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×