Tónlist

Sjáðu Hjaltalín spreyta sig á Halo

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Útgáfa hljómsveitarinnar Hjaltalín á Beyoncé-slagaranum Halo hefur vakið athygli netverja, en hljómsveitin setti myndbandið á Youtube í gær.

„Við fórum í Popplandið á föstudegi og þar tekur fólk stundum tvö frumsamin lög og eitt koverlag. Við ákváðum því að taka þetta lag,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona hljómsveitarinnar.

„Við höfðum einhverntímann tekið þetta í einhverju gríni. Við spiluðum þetta í fyrsta skipti á Rósenberg fyrir einhverju síðan í annarri útsetningu, en þessi var búin sérstaklega fyrir þetta.“

Sigríður á þó ekki von á því að lagið verði á næstu plötu sveitarinnar.

„Nei ég efast nú um það. En þetta kom að vísu út sem B-hlið á smáskífunni okkar við lagið Crack In a Stone í Bretlandi.“

Myndband af flutningi sveitarinnar á Halo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en lagið fylgir frítt með plötu Hjaltalín, Enter 4, á Tonlist.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.