Enski boltinn

Siggi Hlö fer á taugum

Útvarpsmaðurinn glaðværi, Siggi Hlö, fer hér á taugum en raðar jafnframt inn svörunum þegar Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, leikur leikmenn Manchester United fyrir hann með miklum tilþrifum.

Þeir félagar taka þátt í spurningaþættinum Manstu sem hefur göngu sína á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Þátturinn er á léttum nótum og ræður sjónvarpsmaðurinn Gummi Ben ríkjum. „Tvö lið berjast um sigurinn, en gleðið verður ávallt í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningu.

Í fyrsta þætti er þemað Manchester United og í næstu viku spreyta stuðningsmenn Liverpool sig í settinu.

Manstu er á dagskrá Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 á föstudagskvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×