Enski boltinn

Sturridge með fyrstu þrennuna á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge
Daniel Sturridge Mynd/Nordic Photos/Getty
Daniel Sturridge skoraði öll mörk Liverpool í 3-1 sigri á Fulham á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta er fyrsta þrennan hans í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool lék án Luis Suarez (í banni) og Steven Gerrard (meiddur) en það kom ekki að sök. Philippe Coutinho lagði upp tvö markanna og er heldur betur að finna sig í Liverpool-búningnum.  

Daniel Sturridge hefur þar með skorað 11 mörk í 20 deildarleikjum síðan að Liverpool keypti hann í janúarglugganum og Philippe Coutinho er búinn að leggja upp sjö mörk í fyrstu 12 deildarleikjum sínum. Liverpool-menn geta því ekki kvarað yfir þessum kaupum.

Dimitar Berbatov kom Fulham í 1-0 á 33. mínútu með sínu fyrsta marki síðan 1. apríl en Daniel Sturridge var búinn að jafna eftir þrjár mínútur. Sturridge tók þá við langri sendingu fram frá Andre Wisdom og afgreiddi færið snildarlega.

Daniel Sturridge skoraði annað markið sitt á 62. mínútu þegar skot Philippe Coutinho barst til hans frá varnarmanni. Sturridge átti ekki í miklum vandræðum með að skora af markteig.

Sturridge innsiglaði síðan þrennuna á 85. mínútu með því að lyfta boltanum yfir markvörð Fulham eftir að Philippe Coutinho hafði stungið boltannum inn á hann.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×