Enski boltinn

Sætt að hafa bætt metið

Lampard er hér nýbúinn að skora mark númer 203 fyrir Chelsea.
Lampard er hér nýbúinn að skora mark númer 203 fyrir Chelsea.
Frank Lampard var að vonum í skýjunum eftir sigurinn á Aston Villa í dag enda var hann að bæta markamet félagsins og tryggja liðinu inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

"Það hefur lengi verið talað um þetta met og það er mjög sætt að hafa loksins ná að bæta metið. Ekki verra að gera það í svona mikilvægum leik," sagði Lampard brosandi en hann er samningslaus í sumar.

"Það kemur í ljós eftir leiktíðina hvað verður um mig."

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, hrósaði Lampard eftir leik: "Þetta er einstakt afrek hjá honum. Það er lyginni líkast að hann hafi skorað svona mörg mörk."

John Terry meiddist á ökkla í leiknum og er óvissa um hversu alvarleg meiðslin séu. Eden Hazard fór einnig meiddur af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×