Enski boltinn

Stóri Sam framlengir við West Ham

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. vísir/getty
Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Óvissa var með framtíð Allardyce en þeirri óvissu hefur nú verið eytt. Eigendur West Ham eru á því að Allardyce sé rétti maðurinn fyrir félagið.

Allardyce tók við liðinu sumarið 2011 og skrifaði þá undir tveggja ára samning. Hann fór með liðið upp úr ensku B-deildinni á sínu fyrsta ári með liðið.

Allardyce sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri til í að skrifa undir nýjan samning og eigendurnar tóku hann á orðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×