Enski boltinn

Schwarzer mun líklega yfirgefa Fulham í sumar

Markmaðurinn Mark Schwarzer mun að öllum líkindum yfirgefa enska knattspyrnuliðið Fulham í sumar.

Leikmaðurinn hefur ekki gert nýjan samning við Fulham og líklega verður leikurinn gegn Liverpool, síðar í dag, hans síðasti heimaleikur fyrir klúbbinn en hann fer fram á Craven Cottage.

Schwarzer,  sem er 40 ára, hefur sýnt forráðamönnum félagsins áhuga á að dvelja áfram hjá félaginu en hann hefur aftur á móti fengið þau skilaboð að hann geti yfirgefið Fulham.

„Ég vill spila í hverri viku og það virðist ekki vera í kortunum fyrir mig,“ sagði Schwarzer  við fjölmiðla ytra.

„Þetta snýst ekki um peninga, heldur að vera milli stanganna í hverri viku.“

„Ef það kemur allar leikmaður til liðsins sem stendur sig betur en ég í markinu, þá er það í fínu lagi. Ég hef ekkert á móti samkeppni. Ég vill bara spila.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×