Enski boltinn

Rooney ekki í hóp í síðasta heimaleik Sir Alex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney er ekki í leikmannahópi Manchester United í dag þegar liðið tekur á móti Swansea City í síðasta heimaleik liðsins undir stjórn Sir Alex Ferguson. Paul Scholes er hinsvegar í byrjunarliði liðsins í dag. Þetta kemur fram á BBC.

Framtíð Rooney á Old Trafford hefur verið mikið til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í síðustu viku og þessar fréttir munu örugglega virka sem olía á eld í spádómum spekinga um að enski landsliðsmaðurinn sé á förum frá United í sumar.

Sögusagnir eru líka um slagsmál á milli Wayne Rooney og Phil Jones á æfingasvæðinu í gær og það lítur út fyrir að Rooney sé hugsanlega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×