Enski boltinn

Ræða Sir Alex Ferguson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt magnaða ræðu eftir leikinn í dag þegar Man. Utd. bar sigur úr býtum gegn Swansea, 2-1.

Þetta var í síðasta skipti sem Ferguson stýrir liðinu á Old Trafford en hann mun hætta með liðið þegar tímabilinu lýkur.

„Það hafa verið algjör forréttindi að stjórna bestu fótboltamönnum heimsins í gegnum árin,“ sagði Ferguson fyrir framan 76000 manns á Old Trafford.

„Ég á erfitt með að lýsa því hversu mikla þýðingu þessi fótboltaklúbbur hefur fyrir mig. Takk fyrir Manchester United, ekki aðeins starfsfólkið og stjórnamenn félagsins, heldur líka allir aðdáendur félagsins og allir hér á vellinum.“

„Brotthvarf mitt er enginn endir og ég verð ennþá viðlogandi félagið. Núna mun ég njóta þess að horfa á leikmennina í stað þess að þjást með þeim.“

„Þessi ferð hefur verið ótrúleg og ég mun aldrei gleyma öllum þeim mögnuðu atriðum sem ég hef upplifið með liðinu.“

„Ég vill fá að heiðra Paul Scholes í dag en hann mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Hann er ótrúlegur leikmaður, og einn af þeim allra bestu sem hafa leikið fyrir klúbbinn.“

„Ég óska leikmönnum liðsins alls hins besta í framtíðinni. Þið vitið allir hversu góðir þið eruð þegar þið sjáið í hvaða treyju þið eruð í núna."

„Ég hef alltaf fengið frábæran stuðning frá öllum hér í gegnum árin. Núna er komin tími til að allir gefi nýjum knattspyrnustjóra þann tíma og þann stuðning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×