Enski boltinn

Di Canio úthúðar Phil Bardsley

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Paolo Di Canio fagnar marki.
Paolo Di Canio fagnar marki. Nordicphotos/Getty

„Leikmenn sem hegða sér svona spila ekki undir minni stjórn. Með svona hegðun sjá leikmenn sjálfir um að mála sig út í horn," segir Paolo Di Canio knattspyrnustjóri Sunderland.

Phil Bardley var ekki í leikmannahópi Sunderland sem sótti Tottenham heim á White Hart Lane í Lundúnum í dag. Ástæðan var sú að Bardsley skellti sér í spilavíti í vikunni og náðust myndir af honum liggjandi á gólfinu í peningaseðlabaði.

„Ef fólki er skítsama um álit fjölskyldunnar á sér þrátt fyrir að vera komið á fertugsaldur þá er erfitt að breyta því," sagði Di Canio sem hefur tekið til hendinni frá því hann tók við starfinu af Martin O'Neill.

Phil BardsleyNordicphotos/Getty

Di Canio byrjaði á því að segja leikmenn í alltof slæmu formi og setti leikmenn í kjölfarið í áfengisbann. Með undantekningum þó.

„Ef þetta snýst um að fá sér rauðvínsglas yfir kvöldmatnum með fjölskyldunni á mánudags- eða þriðjudagskvöldi þá er það í lagi. Enda er rauðvín gott fyrir hjartað," sagði Ítalinn skapmikli.

Di Canio sekaði sjö leikmenn Sunderland í síðustu viku fyrir að mæta ekki og gefa stuðningsmönnum eiginhandaráritanir á tilsettum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×