Enski boltinn

Sjáið markið mikilvæga hjá Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson varð örlagavaldur í kvöld í baráttunni um síðustu sætin í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þegar íslenski landsliðsmaðurinn tryggði Tottenham 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge.

Tottenham er í 5. sætinu, einu stigi á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Chelsea, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Fjögur efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Gylfi Þór hefur þar með skorað fjögur deildarmörk á tímabilinu og hafa þau öll komið á síðustu rúmum tveimur mánuðum. Gylfi hefur skorað 4 mörk í síðustu tíu leikjum þrátt fyrir að hafa byrjað fjóra þeirra á bekknum.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af marki Gylfa á Brúnni í kvöld en það kom eftir frábæra hælsendingu Emmanuel Adebayor og afgreiðslu ala Gylfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×