Enski boltinn

Verður erfitt að feta í fótspor þess besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að stýra Englandsmeisturunum.

Alex Ferguson mun stíga til hliðar í lok tímabilsins eftir 26 ár í starfi en hann er sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma í Bretlandi.

Ferguson mælti sjálfur með því að Moyes myndi ttaka við starfinu og var það einróma ákvörðun stjórnar félagsins að ganga til samninga við Moyes.

„Ég er mjög ánægður með að Sir Alex hafi mælt með mér í starfið. Ég ber mikla virðingu fyrir öllu því sem hann hefur gert fyrir félagið.“

„Ég veit hversu erfitt það verður að feta í fótspor besta knattspyrnustjóra allra tíma. En tækifæri eins og þetta býðst ekki á hverjum degi. Ég hlakka mikið til að taka við starfinu í sumar.“

Moyes mun klára tímabilið hjá Everton en samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná eins góðum árangri með liðið og mögulegt er.“


Tengdar fréttir

Moyes tekur við Manchester United

Breskir fjölmiðlar greindu frá því rétt í þessu að David Moyes yrði knattspyrnustjóri Manchester United næstu sex árin.

Moyes hættir hjá Everton | Vill taka við United

David Moyes verður ekki knattspyrnustjóri Everton á næstu leiktíð. Tíðindin benda sterklega til þess að Skotinn verði kynntur til leiks sem nýr stjóri Manchester United síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×