Erlent

Þjóðlagasöngkona þvær peninga

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Isabel Pantoja er viðriðin eitt og annað vafasamt.
Isabel Pantoja er viðriðin eitt og annað vafasamt.
Þekkt spænsk þjóðlagasöngkona, Isabel Pantoja, hlaut í gær tveggja ára fangelsisdóm fyrir peningaþvætti.

Ekki er talið líklegt að Pantoja þurfi að afplána dóminn en venjan er sú á Spáni að séu fyrstu dómar tvö ár eða minna, þá séu þeir dómar skilorðsbundnir.

Dómstóllinn í Malaga dæmdi hana jafnframt til að greiða 185 milljóna króna sekt fyrir athæfið. Pantoja var fundin sek fyrir að þvo peninga fyrir Julian Munoz, sem er fyrrum kærasti Pantoju, en hann var eitt sinn borgarstjóri í Marbella – sem er ferðamannastaður sem Íslendingar þekkja margir vel.

Munoz, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar í þessu sama máli, var með umfangsmikla svikamyllu sem tengdist því að veita byggingaleyfi og þiggja mútur fyrir.

Pantoja er fastur gestur í öllum helstu slúðurritum á Spáni og í sjónvarpsþáttum. Hún var gift hinum þekkta nautabana, Francisco „Paquirri“ Rivera, sem dó í nautaati árið 1984.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×