Erlent

LSD sjötugt

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Albert Hoffman, faðir LSD, varð 102 ára gamall og hélt alla tíð uppi vörnum fyrir lyfið.
Albert Hoffman, faðir LSD, varð 102 ára gamall og hélt alla tíð uppi vörnum fyrir lyfið.
Fyrir sjötíu árum ákvað Albert nokkur Hoffman að fikta með efnafræðiformúlu sem félagar hans í tilraunastofu í Sviss voru að vinna með og átti að vera taugalyf en lyfjafræðingarnir þar voru kanna læknisfræðilega áhrif sveppa sem vaxa á hveiti og öðrum korntegundum.

Efnið fór í líkama Hofmanns í gegnum fingur hans og fljótlega fór honum að líða undarlega; hann kenndi óróleika í bland við svimatilfinningu. Heim kominn lagðist hann fyrir og fann þá fyrir þægilegri vímutilfinningu og honum fannst ímyndunaraflið óhemju fjörugt. Þetta var sem sagt fyrsta sýru-trippið.

Hoffman áttaði sig á því að þarna var eitthvað sérstakt á ferð og reyndi og fór að gera frekari tilraunir með lyfið. Á sjálfum sér. Hann taldi 250 míkrógrömm hættulausan skammt en nær lagi er að tala um 20 í því sambandi. Ofsóknaræði greip Hoffman og hann taldi einhvern hafa eitrað fyrir sér og að nágranni hans væri ill norn. Að endingu komst hann niður úr vímunni og lýsti því þá svo að hann hefði séð liti og óregluleg form. Reynt var að nota LSD sem lyf í meðferðarskyni en það varð þekktara sem eiturlyf og þá ekki síst í tengslum við blómatímabilið á 7. áratugnum.

LSD varð fljótlega bannað enda kom á daginn að það er stórhættulegt og getur kallað fram geðræn vandamál. Nánar er fjallað um þetta hér.

Af Hofmann er það að segja að hann lést af  hjartaslagi á heimili sínu í Sviss, 102 ára gamall árið 2008. Hofmann hélt alla tíð uppi vörnum fyrir notkun á LSD, það er eftir að lyfið hafði verið bannað skömmu fyrir 1970.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×