Erlent

Fræga fólkið lifir skemur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Skemmtanabransinn getur tekið á.
Skemmtanabransinn getur tekið á.
Lífið í sviðsljósinu getur tekið sinn toll og nú hefur ný áströlsk rannsókn sýnt fram á það að frægðin valdi því beinlínis að fólk lifi skemur.

Skoðaðar voru þúsund minningargreinar í New York Times á árunum 2009 til 2011 og niðurstöðurnar birtar í læknaritinu QJM.

Í ljós kom að skemmtikraftar, líkt og söngvarar og leikarar, sem og íþróttamenn, deyja að meðaltali 77 ára gamlir. Rithöfundar, tónskáld og myndlistarmenn ná að meðaltali 79 ára aldri. Þá ná sagnfræðingar og hagfræðingar að meðaltali 82 árum á meðan stjórnmálamenn deyja að meðaltali 83 ára.

Þá kom einnig fram í rannsókninni að krabbamein sé algengari dánarorsök skemmtikrafta en annarra, og þá sérstaklega krabbamein í lungum.

Forsvarsmenn rannsóknarinnar segja hana hæfilega marktæka, en telja þó að hún varpi fram áhugaverðum spurningum um gjald frægðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×