Enski boltinn

Aron fór fyrir dansinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stoltur Íslendingur.
Stoltur Íslendingur. Mynd/Cardiff City FC
Cardiff City tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Áfanganum var vel fagnað af leikmönnum liðsins.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá leikmenn velska liðsins fagna sigrinum með dansi í búningsklefanum. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands og miðjumaður Cardiff, vippar sér að sjálfsögðu úr treyju sinni og sýnir skemmtileg tilþrif.

„Við erum á leiðinni upp, já við erum á leiðinni upp," syngja leikmennirnir. Cardiff hefur sjö stiga forskot á Hull í toppsæti deildarinnar. Liðið getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn um helgina þegar liðið sækir Burnley heim um helgina.




Tengdar fréttir

Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn

Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil.

Aron Einar í viðtali á Sky Sports

Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi.

Heiðar skoraði í sigri Cardiff

Heiðar Helguson skoraði fyrir Cardiff í dag er liðið steig enn eitt skrefið í átt að úrvalsdeildarsæti með 3-0 sigri á Nott. Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×