Enski boltinn

Heiðar skoraði í sigri Cardiff

Heiðar fagnar marki sínu í dag.
Heiðar fagnar marki sínu í dag.
Heiðar Helguson skoraði fyrir Cardiff í dag er liðið steig enn eitt skrefið í átt að úrvalsdeildarsæti með 3-0 sigri á Nott. Forest.

Cardiff er sem fyrr með stiga forskot á toppi deildarinnar. Heiðar fór af velli í hálfleik en Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff.

Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Úlfanna sem töpuðu, 1-3 gegn Huddersfield á heimavelli. Úlfarnir í mikilli fallhættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×