Íslenski boltinn

James skrifar undir hjá ÍBV í dag

James var lengi landsliðsmarkvörður Englands.
James var lengi landsliðsmarkvörður Englands. vísir/getty
Markvörðurinn David James staðfesti á Twitter-síðu sinni í dag að hann myndi skrifa undir samning við ÍBV áður en dagurinn er allur.

Þar staðfestir James það sem áður hafði komið fram að hann myndi vera aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar.

James segist vera mjög spenntur fyrir þessu verkefni en hann var á hliðarlínunni með Hermanni í gær er ÍBV lagði Víking í Lengjubikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×