Íslenski boltinn

James orðinn leikmaður ÍBV

James á blaðamannafundinum í dag.
James á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Vilhelm
Enski markvörðurinn David James skrifaði í dag undir samning við Pepsi-deildarlið ÍBV. Það gerði hann í höfuðstöðvum Vífilfells sem framleiðir Coke.

Eins og áður hefur komið fram mun James verða spilandi aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar sem mun einnig spila með Eyjamönnum.

James er orðinn 42 ára gamall en hann lék með Hermanni hjá Portsmouth á sínum tíma.

Ítarlegt viðtal við James kemur á Vísi síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×