Íslenski boltinn

James: Við Hermann erum ekki sammála um alla hluti

"Það var Hermann Hreiðarsson sem kom mér til Íslands. Hann hringdi í mig fyrir einum eða tveim mánuðum síðan. Sagði við mig að ég væri að koma til þess að spila og þjálfa með honum. Ég sagði já. Þetta var í rauninni ekki flóknara en það," sagði markvörðurinn David James en hann skrifaði undir samning við ÍBV í kvöld.

James mun standa á milli stanganna hjá Eyjamönnum og þjálfa liðið við hlið Hermanns.

"Ég ætlast til þess að okkur muni ganga vel. Mér líkar við hugmyndafræði Hermanns sem þjálfara. Við erum ekki sammála um allt sem er líka jákvætt. ÍBV hefur misst leikmenn en ég tel að það séu nægir hæfileikar i liðinu samt núna til að liðinu geti gengið vel."

James segist ekki hafa beint átt von á því að enda glæstan feril sinn á Íslandi en hann hefur meðal annars leikið með Liverpool.

"Það er kostur að fá tækifæri til þess að þjálfa hérna en ég er að vinna í því að fá þjálfararéttindi. Það er líka gaman að fá að spila en það er jákvætt að fá þjálfarareynslu með félagi sem vonandi mun komast í Evrópukeppni."

Horfa má á viðtal Harðar Magnússonar við James í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×