Enski boltinn

David James fer ekki fögrum orðum um Di Canio

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David James.
David James. Mynd/Nordic Photos/Getty
David James, markvörður ÍBV í Pepsi-deildinni og fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, skrifar um Paolo Di Canio, nýjan knattspyrnustjóra Sunderland, í pistli sínum í The Observer í dag.

Þeir James og Di Canio náðu aldrei vel saman þegar þeir voru liðsfélagar í West Ham og James fer yfir ástæðurnar í pistli sínum.

James segir Di Canio hafa hagað sér eins og einræðisherra og að hann hafi ekki átt neina vini í West Ham liðinu. Hann hafi verið hávær og leiðinlegur og hafi aldrei tekist að aðlagast liðnu.

Di Canio var heldur ekki hrifinn af James sem rifjar það upp að Ítalinn hafi kallað hann hálfvita og afstyrmi í ævisögu sinni. Kveikjan af því var að James neitaði að taka í höndina á Di Canio þegar þeir mættust á Upton Park þegar James var að spila með Aston Villa.

James segir Di Canio hafa ítrekað strunstað í burtu af æfingum hjá West Ham ef að hann var ekki ánægður og að hann hafi aldrei orðið var við að hann ræddi eitthvað pólitík við liðsfélaga sína. Hann hafi hinsvegar verið tilbúinn að tala vel um Ítalíu.

James segir að Di Canio hafi náð góðum árangri sem stjóri en það sé mikil áhætta í því hjá Sunderland að ráða mann sem getur komið stórum hluta stuðningsmannaanna í uppnám með viðhorfum sínum og þjálfaraaðferðum.

James endar síðan pistilinn á því að minnast á ÍBV og komandi tímabil sitt í íslenska boltanum. Það er hægt að lesa pistil James með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Von á fleiri stórstjörnum til Eyja?

"Það verða athyglisverðar fréttir af ÍBV á næstu 7-10 dögum,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður meistaraflokksráðs ÍBV.

James orðinn leikmaður ÍBV

Enski markvörðurinn David James skrifaði í dag undir samning við Pepsi-deildarlið ÍBV. Það gerði hann í höfuðstöðvum Vífilfells sem framleiðir Coke.

James: Við Hermann erum ekki sammála um alla hluti

"Það var Hermann Hreiðarsson sem kom mér til Íslands. Hann hringdi í mig fyrir einum eða tveim mánuðum síðan. Sagði við mig að ég væri að koma til þess að spila og þjálfa með honum. Ég sagði já. Þetta var í rauninni ekki flóknara en það," sagði markvörðurinn David James en hann skrifaði undir samning við ÍBV í kvöld.

James skrifar undir hjá ÍBV í dag

Markvörðurinn David James staðfesti á Twitter-síðu sinni í dag að hann myndi skrifa undir samning við ÍBV áður en dagurinn er allur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×