Lífið

Hápunktar tískuvikunnar í Stokkhólmi

Tískuvikan í Stokkhólmi stóð yfir frá mánudegi til miðvikudags í vikunni. Þar sýndu helstu fatahönnuðir Svía haust – og vetrarlínur sínar, en Svíar eru þekktir fyrir að standa mjög framarlega á sviði hönnunar og tísku. Þó að sænska tískuvikan sé tiltölulega ung að árum hefur hún náð að stimpla sig vel inn í tískuheiminn. Það mætti jafnvel segja að hún væri ein helsta tískuvika heims, að undanskildum þeim fjóru stóru, London, París, Mílanó og New York. Hér eru þeir sænsku hönnuðir sem Lífinu þótti standa upp úr.

Marimekko. Alltaf skemmtileg munstur og klæðilegar flíkur á þeim bænum. Þessi lína er mjög falleg.
Tiger of Sweden. Ótrúlega flott og klæðileg lína þar sem ullarjakkar og leðurbuxur léku stórt hlutverk.
Dagmar. Falleg litapalletta og vel sniðin föt.
Whyred. Dömulegt og elegant.
Cheap Monday. Skemmtilega öðruvísi. Þau eru óhrædd við að prófa eitthvað nýtt og láta það ganga.
Heimasíða tískuvikunnar í Stokkhólmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×