Eins og við var búist mun Alex Smith, leikstjórnandi San Francisco 49ers, fara fram á að losna frá félaginu eftir að tímabilinu lýkur.
Smith stóð sig mjög vel í vetur en lenti í því að fá heilahristing og missti af leik vegna þess. Hinn ungi Colin Kaepernick leysti hann af hólmi með glans, hélt stöðunni og er búinn að koma liðinu í Super Bowl.
Smith tekur talsverða áhættu með því að fara fram á að samningi verði rift. Þá missir hann af 8,5 milljónum dollara sem hann átti að fá á næstu leiktíð.
Á móti kemur að hann má semja við hvaða lið sem er og það hefði alltaf orðið erfitt fyrir Niners að standa í leikmannaskiptum með hann á svona háum samningi.
Smith vill losna frá 49ers

Mest lesið

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford
Enski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið
Íslenski boltinn

Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“
Enski boltinn




Umdeildur VAR-dómur á Brúnni
Enski boltinn
