Lífið

5 ómissandi hlutir Tinnu Alavis

Lífið spurði Tinnu Alavis nema og tískubloggara á Secrets.is hvaða húð- og hárvörur hún getur ekki verið án. Tinna nefndi fimm hluti sem hún notar daglega þegar kemur að útlitinu og af hverju.

"Ég nota andlitskrem frá Ole Henriksen sem heitir Truth Revealed Super Creme SPF 15 og hefur reynst mjög vel. Innihaldsefni eru meðal annars Omega 3 og þetta er svona Collagen Booster."

"Intense Hydrating Mask frá Moroccanoil er í miklu uppáhaldi hjá mér. Argan olían í maskanum gefur einstaklega góðan raka og hárið verður silkimjúkt. Mér finnst best að fara með maskann í gufu og láta hárið hitna."

"Cellular Treatment Loose Powder er besta púður sem ég hef prófað. La Prairie er algjör lúxuslína að mínu mati."

"African Red Tea er frábær hreinsifroða sem ég nota alltaf í sturtunni. Hún inniheldur C vítamín og andoxunarefni. Einnig ilmar hún dásamlega."

"Invigorating Night Gel inniheldur mikið af vítamínum og steinefnum fyrir húðina."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.