Tónlist

Skálmöld í sölu

Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu út á geisla- og mynddiski í dag.
Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu út á geisla- og mynddiski í dag. fréttablaðið/vilhelm
Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða fáanlegir í verslunum víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu á morgun og um land allt á fimmtudag.

Til stóð að tónleikarnir, sem gefnir eru út á geisla- og mynddiski, kæmu í verslanir í gær en tafir á framleiðslu komu í veg fyrir það.



Sveitin sendi frá sér tilkynningu á fésabókarsíðu sinni þess efnis að þeir finni fyrir ofboðslegum byr í seglin en ekki sé unnt að panta meira fyrir jólin og því verði þeir að treysta á að upplagið dugi.

„Við bendum þó jólasveinum á að bíða ekki of lengi með að kaupa gripinn í jólapakkana.“ Að lokum þakka þeir fyrir stuðninginn og fallegu orðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×