Síldveiðiflotinn nánast kominn í kartöflugarðana í Helgafellssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2013 00:49 Börkur frá Neskaupstað með nótina úti við bæinn Staðarbakka í gær. Myndir/Kristján Már Unnarsson Oft hafa stóru síldveiðiskipin verið býsna nálægt landi við Stykkishólm á undanförnum árum, en þetta hef ég ekki séð áður, sagði Hólmari sem fylgdist með flotanum að veiðum við sveitabæina í Helgafellssveit í gær. Þrjú skip, Börkur, Jóna Eðvalds og Kap, voru þá á veiðum í einum hnappi á Hofsstaðavogi, við bæina Staðarbakka, Kljá og Kóngsbakka, og svo nærri að menn spurðu sig hvort þeir ætluðu að kasta nótinni á kartöflugarðana í landi. Fjórða skipið, Lundey, var utar, en auk stóru skipanna var um tugur smábáta einnig að síldveiðum á sömu slóðum, innan um eyjarnar á Breiðafirði. Net smábátanna lágu svo þétt þarna að skipstjórinn á Jónu Eðvalds, Sigurður Bjarnason, segist ekkert hafa geta kastað á torfuna á föstudag. Það tókst honum hins vegar í gær, við Purkey. Þegar Sigurður skipstjóri var spurður um dýpið þarna svaraði hann að það hefði í raun ekki verið neitt. „Það sló saman á dýptarmælinum. Það kom bara drullan undan,“ og sagði að skipið hefði þá farið yfir hrygg en það ristir um 6 metra. Spurður hvort hann hefði rekist í botninn sagði hann að einhverjir um borð teldu sig hafa fundið fyrir einhverju en sjálfur kvaðst Sigurður ekki hafa fundið fyrir neinu. Hann tók fram að þetta væri ekki óskastaðan.Þrjú síldveiðiskip við Purkey á Hofsstaðavogi, Jóna Eðvalds, Kap og Börkur.Jóna Eðvalds fyllti sig þarna í tveimur köstum og er nú á leið til Hornafjarðar með 930 tonn af mjög góðri síld, að sögn Sigurðar skipstjóra, en meðalþyngd síldarinnar segir hann um 350 grömm. Hann áætlar að koma til Hafnar í kvöld. Börkur er á leið til Neskaupstaðar með 1.000 tonn en Kap fékk frá honum 200 tonn og er á leið til Vestmannaeyja með 500 tonn. Lundey kastaði ekki í gær en verður á miðunum í dag.Jóna Eðvalds og Kap innan um Breiðafjarðareyjar skammt frá bænum Kóngsbakka í Helgafellssveit í gær.Litlu bátarnir sem lönduðu í Stykkishólmi virðast einnig hafa átt góðan dag. Einn var að landa 5 tonnum og annar 3,5 tonnum þegar tíðindamaður átti leið um löndunarbryggjuna. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Oft hafa stóru síldveiðiskipin verið býsna nálægt landi við Stykkishólm á undanförnum árum, en þetta hef ég ekki séð áður, sagði Hólmari sem fylgdist með flotanum að veiðum við sveitabæina í Helgafellssveit í gær. Þrjú skip, Börkur, Jóna Eðvalds og Kap, voru þá á veiðum í einum hnappi á Hofsstaðavogi, við bæina Staðarbakka, Kljá og Kóngsbakka, og svo nærri að menn spurðu sig hvort þeir ætluðu að kasta nótinni á kartöflugarðana í landi. Fjórða skipið, Lundey, var utar, en auk stóru skipanna var um tugur smábáta einnig að síldveiðum á sömu slóðum, innan um eyjarnar á Breiðafirði. Net smábátanna lágu svo þétt þarna að skipstjórinn á Jónu Eðvalds, Sigurður Bjarnason, segist ekkert hafa geta kastað á torfuna á föstudag. Það tókst honum hins vegar í gær, við Purkey. Þegar Sigurður skipstjóri var spurður um dýpið þarna svaraði hann að það hefði í raun ekki verið neitt. „Það sló saman á dýptarmælinum. Það kom bara drullan undan,“ og sagði að skipið hefði þá farið yfir hrygg en það ristir um 6 metra. Spurður hvort hann hefði rekist í botninn sagði hann að einhverjir um borð teldu sig hafa fundið fyrir einhverju en sjálfur kvaðst Sigurður ekki hafa fundið fyrir neinu. Hann tók fram að þetta væri ekki óskastaðan.Þrjú síldveiðiskip við Purkey á Hofsstaðavogi, Jóna Eðvalds, Kap og Börkur.Jóna Eðvalds fyllti sig þarna í tveimur köstum og er nú á leið til Hornafjarðar með 930 tonn af mjög góðri síld, að sögn Sigurðar skipstjóra, en meðalþyngd síldarinnar segir hann um 350 grömm. Hann áætlar að koma til Hafnar í kvöld. Börkur er á leið til Neskaupstaðar með 1.000 tonn en Kap fékk frá honum 200 tonn og er á leið til Vestmannaeyja með 500 tonn. Lundey kastaði ekki í gær en verður á miðunum í dag.Jóna Eðvalds og Kap innan um Breiðafjarðareyjar skammt frá bænum Kóngsbakka í Helgafellssveit í gær.Litlu bátarnir sem lönduðu í Stykkishólmi virðast einnig hafa átt góðan dag. Einn var að landa 5 tonnum og annar 3,5 tonnum þegar tíðindamaður átti leið um löndunarbryggjuna.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira