Fótbolti

Lars: Getum unnið alla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck kom Íslandi í umspil.
Lars Lagerbäck kom Íslandi í umspil. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég get ekki komið gleði minni í orð. Leikmenn og starfsfólk hafa lagt svo hart að sér. Þetta ár hefur verið frábært enda strákarnir bætt leik sinn stöðugt,“ sagði þjálfarinn Lars Lagerbäck.

Lagerbäck kom Svíum á hvert stórmótið á fætur öðru á síðasta áratug. Hvernig metur hann þetta afrek í því samhengi?

„Þetta afrek er sérstakt. Á ferðalögum mínum í kjölfar þess að ég tók að mér starfið voru allir sem ég hitti eitt stórt spurningamerki. Hvers vegna hafði ég tekið að mér starfið? Hvers vegna að fara til Íslands? Þið eigið enga möguleika. Það gerir það enn þá yndislegra að eiga kost á tveimur leikjum í viðbót og geta komist til Brasilíu.“

Svíinn segir íslenska liðið eiga töluverða möguleika í umspilinu.

„Við getum unnið hvaða lið sem er. Ég veit auðvitað ekki hver andstæðingurinn verður en við eigum alltaf möguleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×