Við getum átt frábæra leiki og lélega leiki líka Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar 16. október 2013 07:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti í umspili um laus sæti á HM í Brasilíu sem var í höfn eftir 1-1 jafntefli á móti Noregi á UIlevaal. Fréttablaðið/Vilhelm Þeir sem voru spenntir í aðdraganda viðureignar Íslendinga og Norðmanna í Ósló í undankeppni heimsmeistaramótsins fóru vafalítið á taugum í þær tvær klukkustundir sem leikurinn stóð yfir í gær. Fjölmiðlamenn af Klakanum voru engin undantekning. Frá fyrstu mínútu var ljóst að kvöldið yrði langt og ekki fyrir hjartveika. Leikmenn Íslands voru áhorfendur fyrstu tólf mínúturnar og bættust þannig í hóp á annað þúsund stuðningsmanna sem létu vel í sér heyra frá fyrstu mínútu. Sofandaháttur í vörn heimamanna var þó eitthvað sem Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson gátu nýtt sér. Sá síðarnefndi skoraði í fimmta landsleiknum í röð.Náðum einni góðri sókn „Við byrjuðum ekki vel og ekkert lá í loftinu. Við náum einni góðri sókn og nýttum það vel,“ sagði markaskorarinn. Markið efldi sjálfstraustið lítillega en hvergi nærri nógu mikið. Flestir þeirra bláklæddu virkuðu stressaðir og ekki nærri jafnklárir í leikmenn og undirritaður hafði á tilfinningunni fyrir leikinn. Jöfnunarmark Norðmanna var verðskuldað og jafnt í hálfleik. „Við spiluðum ekki nógu vel sem lið í fyrri hálfleik,“ sagði Lars Lagerbäck. Birkir og Eiður Smári fengu sitt dauðafærið hvor snemma í síðari hálfleik en Jarstein í markinu sýndi frábær tilþrif. Norðmenn voru alltaf hættulegir þótt færi væru fá. Því var léttirinn mikill þegar tíðindin bárust frá Bern.Heimamenn komnir í 1-0 og stundarfjórðungur eftir af leiknum. Stuðningsmenn Íslands á Ullevaal ærðust og það sem eftir lifði leiks stóðu þeir í stúkunni og öskruðu úr sér lungun. Fréttirnar frá Bern efldu einnig okkar menn sem settu í áður óséðan gír í leiknum. Þeir fundu bragðið af umspilinu og kunnu að meta það. Norðmenn komust aldrei nærri því að skora og okkar menn voru ekki fjarri því að tryggja sér stigin þrjú.Heyrðu að Sviss hefði skorað „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum.“ Það er til marks um hve langt landslið okkar er komið þegar jafntefli við Noreg á útivelli eru hálfgerð vonbrigði. Sækja átti til sigurs og sleppa því að treysta á hjálp frá Sviss. Okkar menn voru fjarri sínu besta enda í nýrri stöðu. Þegar flautað var til leiksloka var takmarkinu þó náð. Sæti í umspili staðreynd sem var eitthvað sem aðstoðarþjálfinn Heimir Hallgrímsson brosti að þegar Lagerbäck nefndi það sem raunhæft markmið í fyrsta skipti fyrir tveimur árum. Lái honum hver sem vill. Um draum var að ræða sem nú er orðinn að veruleika. „Við njótum kvöldsins en það er mikilvægt að leikmenn átti sig á því að þetta var ekki lokaleikurinn. Það eru tvö þrep eftir. Þetta var aðeins tíunda lota af tíu. Hnefaleikakappi sem stendur enn uppréttur eftir tíundu lotu á enn möguleika,“ sagði Lagerbäck og undir þau orð tók Gylfi Þór.Getum átt tvo frábæra leiki„Það getur allt gerst í tveimur leikjum. Við getum átt frábæra leiki og lélega leiki líka. Við bíðum spenntir eftir nóvember.“ Þótt strákarnir okkar hafi oft spilað betur þá náðust góð úrslit, öfugt við það sem hefur svo lengi verið tilfellið. Ágæt frammistaða en léleg úrslit. Strákarnir okkar hafa farið á kostum í yfirstandandi undankeppni frá fyrsta leik þótt lægðir hafa eðlilega komið inn á milli. Hæðirnar hafa verið mun fleiri, hvort sem litið er til leikjanna í Laugardalnum eða á útivelli. Sögulegu afreki er náð sem landsmenn allir geta verið stoltir af. Strákarnir eru þó ekki hættir. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Þeir sem voru spenntir í aðdraganda viðureignar Íslendinga og Norðmanna í Ósló í undankeppni heimsmeistaramótsins fóru vafalítið á taugum í þær tvær klukkustundir sem leikurinn stóð yfir í gær. Fjölmiðlamenn af Klakanum voru engin undantekning. Frá fyrstu mínútu var ljóst að kvöldið yrði langt og ekki fyrir hjartveika. Leikmenn Íslands voru áhorfendur fyrstu tólf mínúturnar og bættust þannig í hóp á annað þúsund stuðningsmanna sem létu vel í sér heyra frá fyrstu mínútu. Sofandaháttur í vörn heimamanna var þó eitthvað sem Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson gátu nýtt sér. Sá síðarnefndi skoraði í fimmta landsleiknum í röð.Náðum einni góðri sókn „Við byrjuðum ekki vel og ekkert lá í loftinu. Við náum einni góðri sókn og nýttum það vel,“ sagði markaskorarinn. Markið efldi sjálfstraustið lítillega en hvergi nærri nógu mikið. Flestir þeirra bláklæddu virkuðu stressaðir og ekki nærri jafnklárir í leikmenn og undirritaður hafði á tilfinningunni fyrir leikinn. Jöfnunarmark Norðmanna var verðskuldað og jafnt í hálfleik. „Við spiluðum ekki nógu vel sem lið í fyrri hálfleik,“ sagði Lars Lagerbäck. Birkir og Eiður Smári fengu sitt dauðafærið hvor snemma í síðari hálfleik en Jarstein í markinu sýndi frábær tilþrif. Norðmenn voru alltaf hættulegir þótt færi væru fá. Því var léttirinn mikill þegar tíðindin bárust frá Bern.Heimamenn komnir í 1-0 og stundarfjórðungur eftir af leiknum. Stuðningsmenn Íslands á Ullevaal ærðust og það sem eftir lifði leiks stóðu þeir í stúkunni og öskruðu úr sér lungun. Fréttirnar frá Bern efldu einnig okkar menn sem settu í áður óséðan gír í leiknum. Þeir fundu bragðið af umspilinu og kunnu að meta það. Norðmenn komust aldrei nærri því að skora og okkar menn voru ekki fjarri því að tryggja sér stigin þrjú.Heyrðu að Sviss hefði skorað „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum.“ Það er til marks um hve langt landslið okkar er komið þegar jafntefli við Noreg á útivelli eru hálfgerð vonbrigði. Sækja átti til sigurs og sleppa því að treysta á hjálp frá Sviss. Okkar menn voru fjarri sínu besta enda í nýrri stöðu. Þegar flautað var til leiksloka var takmarkinu þó náð. Sæti í umspili staðreynd sem var eitthvað sem aðstoðarþjálfinn Heimir Hallgrímsson brosti að þegar Lagerbäck nefndi það sem raunhæft markmið í fyrsta skipti fyrir tveimur árum. Lái honum hver sem vill. Um draum var að ræða sem nú er orðinn að veruleika. „Við njótum kvöldsins en það er mikilvægt að leikmenn átti sig á því að þetta var ekki lokaleikurinn. Það eru tvö þrep eftir. Þetta var aðeins tíunda lota af tíu. Hnefaleikakappi sem stendur enn uppréttur eftir tíundu lotu á enn möguleika,“ sagði Lagerbäck og undir þau orð tók Gylfi Þór.Getum átt tvo frábæra leiki„Það getur allt gerst í tveimur leikjum. Við getum átt frábæra leiki og lélega leiki líka. Við bíðum spenntir eftir nóvember.“ Þótt strákarnir okkar hafi oft spilað betur þá náðust góð úrslit, öfugt við það sem hefur svo lengi verið tilfellið. Ágæt frammistaða en léleg úrslit. Strákarnir okkar hafa farið á kostum í yfirstandandi undankeppni frá fyrsta leik þótt lægðir hafa eðlilega komið inn á milli. Hæðirnar hafa verið mun fleiri, hvort sem litið er til leikjanna í Laugardalnum eða á útivelli. Sögulegu afreki er náð sem landsmenn allir geta verið stoltir af. Strákarnir eru þó ekki hættir.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira