Við getum átt frábæra leiki og lélega leiki líka Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar 16. október 2013 07:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti í umspili um laus sæti á HM í Brasilíu sem var í höfn eftir 1-1 jafntefli á móti Noregi á UIlevaal. Fréttablaðið/Vilhelm Þeir sem voru spenntir í aðdraganda viðureignar Íslendinga og Norðmanna í Ósló í undankeppni heimsmeistaramótsins fóru vafalítið á taugum í þær tvær klukkustundir sem leikurinn stóð yfir í gær. Fjölmiðlamenn af Klakanum voru engin undantekning. Frá fyrstu mínútu var ljóst að kvöldið yrði langt og ekki fyrir hjartveika. Leikmenn Íslands voru áhorfendur fyrstu tólf mínúturnar og bættust þannig í hóp á annað þúsund stuðningsmanna sem létu vel í sér heyra frá fyrstu mínútu. Sofandaháttur í vörn heimamanna var þó eitthvað sem Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson gátu nýtt sér. Sá síðarnefndi skoraði í fimmta landsleiknum í röð.Náðum einni góðri sókn „Við byrjuðum ekki vel og ekkert lá í loftinu. Við náum einni góðri sókn og nýttum það vel,“ sagði markaskorarinn. Markið efldi sjálfstraustið lítillega en hvergi nærri nógu mikið. Flestir þeirra bláklæddu virkuðu stressaðir og ekki nærri jafnklárir í leikmenn og undirritaður hafði á tilfinningunni fyrir leikinn. Jöfnunarmark Norðmanna var verðskuldað og jafnt í hálfleik. „Við spiluðum ekki nógu vel sem lið í fyrri hálfleik,“ sagði Lars Lagerbäck. Birkir og Eiður Smári fengu sitt dauðafærið hvor snemma í síðari hálfleik en Jarstein í markinu sýndi frábær tilþrif. Norðmenn voru alltaf hættulegir þótt færi væru fá. Því var léttirinn mikill þegar tíðindin bárust frá Bern.Heimamenn komnir í 1-0 og stundarfjórðungur eftir af leiknum. Stuðningsmenn Íslands á Ullevaal ærðust og það sem eftir lifði leiks stóðu þeir í stúkunni og öskruðu úr sér lungun. Fréttirnar frá Bern efldu einnig okkar menn sem settu í áður óséðan gír í leiknum. Þeir fundu bragðið af umspilinu og kunnu að meta það. Norðmenn komust aldrei nærri því að skora og okkar menn voru ekki fjarri því að tryggja sér stigin þrjú.Heyrðu að Sviss hefði skorað „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum.“ Það er til marks um hve langt landslið okkar er komið þegar jafntefli við Noreg á útivelli eru hálfgerð vonbrigði. Sækja átti til sigurs og sleppa því að treysta á hjálp frá Sviss. Okkar menn voru fjarri sínu besta enda í nýrri stöðu. Þegar flautað var til leiksloka var takmarkinu þó náð. Sæti í umspili staðreynd sem var eitthvað sem aðstoðarþjálfinn Heimir Hallgrímsson brosti að þegar Lagerbäck nefndi það sem raunhæft markmið í fyrsta skipti fyrir tveimur árum. Lái honum hver sem vill. Um draum var að ræða sem nú er orðinn að veruleika. „Við njótum kvöldsins en það er mikilvægt að leikmenn átti sig á því að þetta var ekki lokaleikurinn. Það eru tvö þrep eftir. Þetta var aðeins tíunda lota af tíu. Hnefaleikakappi sem stendur enn uppréttur eftir tíundu lotu á enn möguleika,“ sagði Lagerbäck og undir þau orð tók Gylfi Þór.Getum átt tvo frábæra leiki„Það getur allt gerst í tveimur leikjum. Við getum átt frábæra leiki og lélega leiki líka. Við bíðum spenntir eftir nóvember.“ Þótt strákarnir okkar hafi oft spilað betur þá náðust góð úrslit, öfugt við það sem hefur svo lengi verið tilfellið. Ágæt frammistaða en léleg úrslit. Strákarnir okkar hafa farið á kostum í yfirstandandi undankeppni frá fyrsta leik þótt lægðir hafa eðlilega komið inn á milli. Hæðirnar hafa verið mun fleiri, hvort sem litið er til leikjanna í Laugardalnum eða á útivelli. Sögulegu afreki er náð sem landsmenn allir geta verið stoltir af. Strákarnir eru þó ekki hættir. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Þeir sem voru spenntir í aðdraganda viðureignar Íslendinga og Norðmanna í Ósló í undankeppni heimsmeistaramótsins fóru vafalítið á taugum í þær tvær klukkustundir sem leikurinn stóð yfir í gær. Fjölmiðlamenn af Klakanum voru engin undantekning. Frá fyrstu mínútu var ljóst að kvöldið yrði langt og ekki fyrir hjartveika. Leikmenn Íslands voru áhorfendur fyrstu tólf mínúturnar og bættust þannig í hóp á annað þúsund stuðningsmanna sem létu vel í sér heyra frá fyrstu mínútu. Sofandaháttur í vörn heimamanna var þó eitthvað sem Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson gátu nýtt sér. Sá síðarnefndi skoraði í fimmta landsleiknum í röð.Náðum einni góðri sókn „Við byrjuðum ekki vel og ekkert lá í loftinu. Við náum einni góðri sókn og nýttum það vel,“ sagði markaskorarinn. Markið efldi sjálfstraustið lítillega en hvergi nærri nógu mikið. Flestir þeirra bláklæddu virkuðu stressaðir og ekki nærri jafnklárir í leikmenn og undirritaður hafði á tilfinningunni fyrir leikinn. Jöfnunarmark Norðmanna var verðskuldað og jafnt í hálfleik. „Við spiluðum ekki nógu vel sem lið í fyrri hálfleik,“ sagði Lars Lagerbäck. Birkir og Eiður Smári fengu sitt dauðafærið hvor snemma í síðari hálfleik en Jarstein í markinu sýndi frábær tilþrif. Norðmenn voru alltaf hættulegir þótt færi væru fá. Því var léttirinn mikill þegar tíðindin bárust frá Bern.Heimamenn komnir í 1-0 og stundarfjórðungur eftir af leiknum. Stuðningsmenn Íslands á Ullevaal ærðust og það sem eftir lifði leiks stóðu þeir í stúkunni og öskruðu úr sér lungun. Fréttirnar frá Bern efldu einnig okkar menn sem settu í áður óséðan gír í leiknum. Þeir fundu bragðið af umspilinu og kunnu að meta það. Norðmenn komust aldrei nærri því að skora og okkar menn voru ekki fjarri því að tryggja sér stigin þrjú.Heyrðu að Sviss hefði skorað „Við heyrðum fögnuðinn í áhorfendum og vissum að Sviss hafði skorað. Það er eins og það hafi komið einhver ró yfir mannskapinn eftir það og við fórum að spila boltanum.“ Það er til marks um hve langt landslið okkar er komið þegar jafntefli við Noreg á útivelli eru hálfgerð vonbrigði. Sækja átti til sigurs og sleppa því að treysta á hjálp frá Sviss. Okkar menn voru fjarri sínu besta enda í nýrri stöðu. Þegar flautað var til leiksloka var takmarkinu þó náð. Sæti í umspili staðreynd sem var eitthvað sem aðstoðarþjálfinn Heimir Hallgrímsson brosti að þegar Lagerbäck nefndi það sem raunhæft markmið í fyrsta skipti fyrir tveimur árum. Lái honum hver sem vill. Um draum var að ræða sem nú er orðinn að veruleika. „Við njótum kvöldsins en það er mikilvægt að leikmenn átti sig á því að þetta var ekki lokaleikurinn. Það eru tvö þrep eftir. Þetta var aðeins tíunda lota af tíu. Hnefaleikakappi sem stendur enn uppréttur eftir tíundu lotu á enn möguleika,“ sagði Lagerbäck og undir þau orð tók Gylfi Þór.Getum átt tvo frábæra leiki„Það getur allt gerst í tveimur leikjum. Við getum átt frábæra leiki og lélega leiki líka. Við bíðum spenntir eftir nóvember.“ Þótt strákarnir okkar hafi oft spilað betur þá náðust góð úrslit, öfugt við það sem hefur svo lengi verið tilfellið. Ágæt frammistaða en léleg úrslit. Strákarnir okkar hafa farið á kostum í yfirstandandi undankeppni frá fyrsta leik þótt lægðir hafa eðlilega komið inn á milli. Hæðirnar hafa verið mun fleiri, hvort sem litið er til leikjanna í Laugardalnum eða á útivelli. Sögulegu afreki er náð sem landsmenn allir geta verið stoltir af. Strákarnir eru þó ekki hættir.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu