Fótbolti

Ólafur Ingi hetja Zulte-Waregem

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ingi á ferðinni með liði sínu.
Ólafur Ingi á ferðinni með liði sínu. Mynd/Heimasíða Zulte-Waregem
Ólafur Ingi Skúlason var hetja Zulte-Waregem sem vann dramatískan 1-0 sigur á Kortrijk í 1. umferð belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mark Ólafs Inga kom á 86. mínútu. Lið Zulte-Waregem kom verulega á óvart með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð og hefur leiktíðina með ágætum.

Ólafur Ingi kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og skoraði sigurmarkið 14 mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×