Segir aðildarumsókn Íslands að ESB á leiðinni í algjöra sjálfheldu 13. apríl 2012 14:00 Eiríkur Bergmann. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu muni lenda í algjörri sjálfheldu í komandi kosningum. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu og þar með vernda eigin hagsmuni. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið í svokallaðri makríldeilu og virðast málin kominn í þó nokkurn hnút. Eiríkur segir að ekki hafi fengist nægilegur pólitískur stuðningur fyrir málinu í ríkisstjórninni og málið dregist fram úr hófi. „Vandamál ríkisstjórnarinnar í málinu er einkum það að hún er klofin í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar. Hluti ríkisstjórnarinnar hefur dregið lappirnar í málinu sem hefur orðið til þess að seinka aðildarferlinu þannig markmiðið um að ljúka málinu fyrir kosningar og leggja það í dóm kjósenda næst ekki. Það þýðir einfaldlega það að þetta verður eitt af stærstu átakamálunum í komandi kosningum og auðvitað setur það aðildarumsóknina í uppnám. Á meðan ekki liggur fyrir pólitískur stuðningur fyrir aðild að Evrópusambandinu munum við alltaf verða í þessum vandræðum. Alþingi hefur samt sem áður samþykkt að sækja um aðild að sambandinu og samningaviðræðurnar standa yfir þannig við erum bara einfaldlega föst í þessari ógnarflóknu stöðu," segir Eiríkur. Hann segir stöðuna þó hafa verið fyrirsjáanlega enda hafi það aldrei gerst áður að ríki hafi sótt um aðild að Evrópusambandinu þegar afstaða tveggja jafnrétthárra flokka í ríkisstjórn hafi verið þverklofin í málinu. Það framkalli ýmiskonar vandamál innanlands í ferlinu sem hefur komið í ljós eftir því sem málinu undið fram. „Þannig þetta er vandræðamál og heldur áfram að vera það," segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að segja annað en að aðildarferlið stefni í einhvers konar sjálfheldu í aðdraganda komandi kosninga. Það virðist ekki hafa fengist nægjanlegur pólitískur bakstuðningur til að keyra málið áfram. Aðildarferlið hefur líka dregist verulega á langinn miðað við það sem við þekkjum í öðrum löndum við sambærilegar aðstæður. Innan úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heyrist það svo að ákveðin ráðuneyti hér á Íslandi hafi í raun og veru dregið lappirnar þannig málið stefnir í gríðarlega mikil átök í aðdraganda kosninga," segir Eiríkur. Hann segir segir að afskiptin Evrópusambandsins að málunum séu eðlileg enda gæti Evrópusambandið hagsmuna sinna aðildarríkja og það vilji svo til að ríkin sem deili við Ísland séu þar innaborðs. Þá geti Íslendingar sjálfum sér um kennt hvað varði stöðuna í Icesave því búið hafi verið að koma málinu í þverþjóðlegt sáttaferli í desember 2008. Ríkisstjórn Íslands hafi þá ákveðið að taka málið út úr því og hefja þess í stað tvíhliða samningaviðræður við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga sem litu ekki á málið sem sameiginlegt viðfangsefni sem þyrfti að ná sameiginlegri lausn um heldur sem hvert annað innheimtumál. „Þegar íslensk stjórnvöld tóku þá ákvörðun um að taka málið úr þverþjóðlegu sáttarferli í Brussel og hefja þessar tvíhliða virðæður. Sú ákvörðun hafði það í för með sér að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gat ekki annað en staðið við hlið aðildaríkja sinna Breta og Hollendinga. Afleiðingar þess sjáum við í dag. Mér þykja þetta í raun verstu mistök eftirhruns áranna," segir Eiríkur. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu muni lenda í algjörri sjálfheldu í komandi kosningum. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu og þar með vernda eigin hagsmuni. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið í svokallaðri makríldeilu og virðast málin kominn í þó nokkurn hnút. Eiríkur segir að ekki hafi fengist nægilegur pólitískur stuðningur fyrir málinu í ríkisstjórninni og málið dregist fram úr hófi. „Vandamál ríkisstjórnarinnar í málinu er einkum það að hún er klofin í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar. Hluti ríkisstjórnarinnar hefur dregið lappirnar í málinu sem hefur orðið til þess að seinka aðildarferlinu þannig markmiðið um að ljúka málinu fyrir kosningar og leggja það í dóm kjósenda næst ekki. Það þýðir einfaldlega það að þetta verður eitt af stærstu átakamálunum í komandi kosningum og auðvitað setur það aðildarumsóknina í uppnám. Á meðan ekki liggur fyrir pólitískur stuðningur fyrir aðild að Evrópusambandinu munum við alltaf verða í þessum vandræðum. Alþingi hefur samt sem áður samþykkt að sækja um aðild að sambandinu og samningaviðræðurnar standa yfir þannig við erum bara einfaldlega föst í þessari ógnarflóknu stöðu," segir Eiríkur. Hann segir stöðuna þó hafa verið fyrirsjáanlega enda hafi það aldrei gerst áður að ríki hafi sótt um aðild að Evrópusambandinu þegar afstaða tveggja jafnrétthárra flokka í ríkisstjórn hafi verið þverklofin í málinu. Það framkalli ýmiskonar vandamál innanlands í ferlinu sem hefur komið í ljós eftir því sem málinu undið fram. „Þannig þetta er vandræðamál og heldur áfram að vera það," segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að segja annað en að aðildarferlið stefni í einhvers konar sjálfheldu í aðdraganda komandi kosninga. Það virðist ekki hafa fengist nægjanlegur pólitískur bakstuðningur til að keyra málið áfram. Aðildarferlið hefur líka dregist verulega á langinn miðað við það sem við þekkjum í öðrum löndum við sambærilegar aðstæður. Innan úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heyrist það svo að ákveðin ráðuneyti hér á Íslandi hafi í raun og veru dregið lappirnar þannig málið stefnir í gríðarlega mikil átök í aðdraganda kosninga," segir Eiríkur. Hann segir segir að afskiptin Evrópusambandsins að málunum séu eðlileg enda gæti Evrópusambandið hagsmuna sinna aðildarríkja og það vilji svo til að ríkin sem deili við Ísland séu þar innaborðs. Þá geti Íslendingar sjálfum sér um kennt hvað varði stöðuna í Icesave því búið hafi verið að koma málinu í þverþjóðlegt sáttaferli í desember 2008. Ríkisstjórn Íslands hafi þá ákveðið að taka málið út úr því og hefja þess í stað tvíhliða samningaviðræður við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga sem litu ekki á málið sem sameiginlegt viðfangsefni sem þyrfti að ná sameiginlegri lausn um heldur sem hvert annað innheimtumál. „Þegar íslensk stjórnvöld tóku þá ákvörðun um að taka málið úr þverþjóðlegu sáttarferli í Brussel og hefja þessar tvíhliða virðæður. Sú ákvörðun hafði það í för með sér að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gat ekki annað en staðið við hlið aðildaríkja sinna Breta og Hollendinga. Afleiðingar þess sjáum við í dag. Mér þykja þetta í raun verstu mistök eftirhruns áranna," segir Eiríkur.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira