Fótbolti

Arshavin fagnaði marki með því að labba á markaskoraranum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stundum er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa því sem fyrir augum ber. Það á svo sannarlega við atvik sem átti sér stað í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Andrei Arshavin, fyrirliði rússenska landsliðsins og lánsmaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal, labbaði nefnilega yfir liðsfélaga sinn þegar þeir voru að fagna marki þess síðarnefnda í leik í dag.

Arshavin átti prýðisgóðan leik þegar að lið hans, Zenit frá St. Pétursborg, hafði 2-0 sigur á CSKA Moskvu í dag. Arshavin kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði eitt auk þess að leggja upp annað.

Vladimir Bystrov skoraði markið umrædda en virtist meiðast þegar hann lenti á markstönginni. Hann lá eftir í grasinu en einhverra hluta vegna ákvað Arshavin að það væri sniðugt að labba yfir hann. Bystrov virtist ekki skemmt og fann nógu mikið til til að láta skipta sér af velli, strax eftir markið.

Sannarlega ótrúleg uppákoma sem má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×