Mæður sem missa börn fái betri aðstöðu 30. apríl 2012 11:00 Handboltakonan Kristín Guðmundsdóttir er að fara af stað með söfnun til styrktar Lífi með það markmið að bæta aðstöðu þeirra sem missa barn á meðgöngu eða í fæðingu. Hér er hún ásamt tviburadætrum sínum, Telmu og Emblu. Fréttablaðið/daníel „Ég man að ég þurfti alltaf að hafa gluggana lokaða á herberginu svo ég heyrði ekki barnagrátinn yfir til mín. Það var mjög erfitt,“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona sem var gengin 19 vikur þegar hún missti tvíburadrengi sína. Hún er að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf, en markmið söfnunarinnar er að bæta aðbúnað kvenna sem missa börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Tíu mánuðir eru síðan Kristín þurfti að dvelja í tólf daga á Kvennadeildinni og var hún þá innan um konur sem voru annaðhvort barnshafandi eða með nýfædd börn. Það hafi gert erfiða lífsreynslu verri. „Mér finnst það ekki vera miklar kröfur að hafa til dæmis hljóðeinangruð herbergi afsíðis fyrir þennan hóp. Ég fékk að tala við prest og félagsráðgjafa en annars fannst mér ég þurfa að sækja allar upplýsingar sjálf.“ Kristín greinir frá því að það hafi verið erfiðast fyrir hana að fara í skoðun aðeins fimm vikum eftir að hún missti drengina. Skoðunin fór fram á sama stað og barnshafandi konur fara í sónar. „Það var alveg hræðilegt. Ég sat á lítilli biðstofu innan um óléttar konur sem voru spenntar að fara í sónar á meðan ég var að syrgja mín börn. Ég man að ég var óvinnufær þennan dag og titraði öll og skalf þegar ég kom heim.“ Kristín segir viðbrögð við söfnunarátakinu hafa verið mjög góð og draumurinn sé að stofna samtök, innan Lífs, sem annist þennan hóp kvenna. Söfnuninni verður hrint af stað á upphafsleik úrslitaeinvígisins í N1-deildinni í handbolta á miðvikudagskvöld. Þá mætast Valur og Fram en Kristín leikur með síðarnefnda liðinu. Hún hefur fengið styrki frá fyrirtækjum sem gerir það að verkum að frítt verður á leikinn. „Ég vil fá sem flesta á leikinn og fulltrúar frá Lífi verða á staðnum að selja pylsur og hamborgara. Það er því tilvalið að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Hildur Harðardóttir, yfirlæknir kvenlækninga á Landspítalanum, er sammála Kristínu um að það þurfi að hlúa betur að þessum hópi. „Það er ekki spurning að það þarf að bæta verulega aðstöðuna fyrir þessar konur til að gera erfiða upplifun bærilegri. Ég kann henni bestu þakkir fyrir framtakið enda þarf mikinn kjark og kraft til að opna sig og standa í þessu.“ Styrktarreikningur hefur verið stofnaður þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum. Reikningsnúmer 0345-13-202244 og kennitala 180778-3819. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Ég man að ég þurfti alltaf að hafa gluggana lokaða á herberginu svo ég heyrði ekki barnagrátinn yfir til mín. Það var mjög erfitt,“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona sem var gengin 19 vikur þegar hún missti tvíburadrengi sína. Hún er að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf, en markmið söfnunarinnar er að bæta aðbúnað kvenna sem missa börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Tíu mánuðir eru síðan Kristín þurfti að dvelja í tólf daga á Kvennadeildinni og var hún þá innan um konur sem voru annaðhvort barnshafandi eða með nýfædd börn. Það hafi gert erfiða lífsreynslu verri. „Mér finnst það ekki vera miklar kröfur að hafa til dæmis hljóðeinangruð herbergi afsíðis fyrir þennan hóp. Ég fékk að tala við prest og félagsráðgjafa en annars fannst mér ég þurfa að sækja allar upplýsingar sjálf.“ Kristín greinir frá því að það hafi verið erfiðast fyrir hana að fara í skoðun aðeins fimm vikum eftir að hún missti drengina. Skoðunin fór fram á sama stað og barnshafandi konur fara í sónar. „Það var alveg hræðilegt. Ég sat á lítilli biðstofu innan um óléttar konur sem voru spenntar að fara í sónar á meðan ég var að syrgja mín börn. Ég man að ég var óvinnufær þennan dag og titraði öll og skalf þegar ég kom heim.“ Kristín segir viðbrögð við söfnunarátakinu hafa verið mjög góð og draumurinn sé að stofna samtök, innan Lífs, sem annist þennan hóp kvenna. Söfnuninni verður hrint af stað á upphafsleik úrslitaeinvígisins í N1-deildinni í handbolta á miðvikudagskvöld. Þá mætast Valur og Fram en Kristín leikur með síðarnefnda liðinu. Hún hefur fengið styrki frá fyrirtækjum sem gerir það að verkum að frítt verður á leikinn. „Ég vil fá sem flesta á leikinn og fulltrúar frá Lífi verða á staðnum að selja pylsur og hamborgara. Það er því tilvalið að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Hildur Harðardóttir, yfirlæknir kvenlækninga á Landspítalanum, er sammála Kristínu um að það þurfi að hlúa betur að þessum hópi. „Það er ekki spurning að það þarf að bæta verulega aðstöðuna fyrir þessar konur til að gera erfiða upplifun bærilegri. Ég kann henni bestu þakkir fyrir framtakið enda þarf mikinn kjark og kraft til að opna sig og standa í þessu.“ Styrktarreikningur hefur verið stofnaður þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum. Reikningsnúmer 0345-13-202244 og kennitala 180778-3819. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira