Innlent

Karlmaður í vímu sekur um húsbrot í Kópavogi

Lögregla handtók ölvaðan og vímaðan karlmann í Kópavogi í gærkvöldi, nokkru eftir að hann hafði gerst sekur um húsbrot, eða ruðst óboðinn inn í íbúð, og beitt einhvern á heimilinu ofbeldi.

Maðurinn var horfinn af vettvangi þegar lögregla mætti þar, en fannst nokkru síðar og var handtekinn. Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.

Ekki kemur fram í upplýsingum fá lögreglu hvort einhver þurfti að fara á slysadeild eftir atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×