Innlent

Fundu 30 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar

Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í kjölfar húsleitarinnar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í kjölfar húsleitarinnar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í miðborginni um helgina.

Við húsleit fundust rúmlega 30 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Á sama stað var einnig lagt hald á um 400 grömm af marijúana sem tilbúið var til sölu.

Þá fannst einnig fartölva við húsleitina en henni hafði verið stolið úr bifreið fyrir um ári síðan.

Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í kjölfar húsleitarinnar.

Upphaf málsins má rekja til tilkynningar um kannabislykt en lyktin reyndist eiga upptök steinsnar frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×