Fær læknisþjónustu og vernd í Bretlandi 15. október 2012 23:30 Læknar og hjúkrunarfræðingar flytja hér Malölu út af herspítalanum sem hún hefur dvalið á undanfarna viku. Hún kom til Bretlands í gær þar sem henni verður sinnt næstu vikurnar. fréttablaðið/ap Hin fjórtán ára gamla Malala Yousufzai var snemma í gærmorgun flutt af hersjúkrahúsi í Pakistan til Bretlands þar sem hún fær aðhlynningu og vernd gegn áframhaldandi árásum talibana, sem hafa heitið því að myrða hana. Malala Yousufzai, fjórtán ára gömul pakistönsk stúlka, var í gær send til Bretlands með sjúkraflugi. Talibanar skutu Malölu og særðu lífshættulega þegar hún var á leið úr skóla fyrir viku síðan. Malala var flutt með sjúkraflugi frá Pakistan til Sameinuðu arabísku furstadæmanna snemma í gærmorgun. Þar beið hún í nokkrar klukkustundir áður en flogið var með hana til Bretlands, þar sem hún mun fá læknishjálp næstu vikurnar. Læknar í Pakistan voru sammála um að flytja hana til Bretlands, þar sem hún gæti fengið sérhæfðari læknishjálp og notið aukinnar verndar gegn fleiri árásum talibana. Ákvörðunin var tekin í samráði við fjölskyldu Malölu og munu pakistönsk yfirvöld greiða kostnaðinn. Talibanar réðust á Malölu vegna þess að hún hefur talað fyrir menntun stúlkna og gagnrýnt talibana. Þeir segja að hún hafi verið með áróður fyrir vestrænum þankagangi og hafa hótað því að þeir muni ekki linna látum fyrr en hún hafi verið myrt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur greint frá því að Malala verði lögð inn á almennan spítala í landinu, en gefur ekki frekari upplýsingar. „Bretland stendur með Pakistan í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði utanríkisráðherrann William Hague í tilkynningu. „Hugrekki Malölu til að berjast fyrir rétti allra ungra stúlkna í Pakistan til menntunar setur gott fordæmi fyrir okkur öll.“ Árásin á Malölu hefur valdið mikilli hneykslan um allan heim. Í Pakistan hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings. Nokkur hundruð manns hafa mætt á þá flesta en tugþúsundir mættu á fund á sunnudag í borginni Karachi. Yfir 100 talibanar réðust á lögreglustöð í nágrenni borgarinnar Peshawar seint á sunnudagskvöld. Skotbardagar milli þeirra og lögreglumanna vöruðu í nokkrar klukkustundir og létu sex lögreglumenn lífið auk þess sem tólf til viðbótar hlutu skotsár. Tveir lögreglumannanna voru afhöfðaðir. Talibanarnir kveiktu í lögreglustöðinni og fjórum lögreglubílum áður en þeir flúðu vettvanginn. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hin fjórtán ára gamla Malala Yousufzai var snemma í gærmorgun flutt af hersjúkrahúsi í Pakistan til Bretlands þar sem hún fær aðhlynningu og vernd gegn áframhaldandi árásum talibana, sem hafa heitið því að myrða hana. Malala Yousufzai, fjórtán ára gömul pakistönsk stúlka, var í gær send til Bretlands með sjúkraflugi. Talibanar skutu Malölu og særðu lífshættulega þegar hún var á leið úr skóla fyrir viku síðan. Malala var flutt með sjúkraflugi frá Pakistan til Sameinuðu arabísku furstadæmanna snemma í gærmorgun. Þar beið hún í nokkrar klukkustundir áður en flogið var með hana til Bretlands, þar sem hún mun fá læknishjálp næstu vikurnar. Læknar í Pakistan voru sammála um að flytja hana til Bretlands, þar sem hún gæti fengið sérhæfðari læknishjálp og notið aukinnar verndar gegn fleiri árásum talibana. Ákvörðunin var tekin í samráði við fjölskyldu Malölu og munu pakistönsk yfirvöld greiða kostnaðinn. Talibanar réðust á Malölu vegna þess að hún hefur talað fyrir menntun stúlkna og gagnrýnt talibana. Þeir segja að hún hafi verið með áróður fyrir vestrænum þankagangi og hafa hótað því að þeir muni ekki linna látum fyrr en hún hafi verið myrt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur greint frá því að Malala verði lögð inn á almennan spítala í landinu, en gefur ekki frekari upplýsingar. „Bretland stendur með Pakistan í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði utanríkisráðherrann William Hague í tilkynningu. „Hugrekki Malölu til að berjast fyrir rétti allra ungra stúlkna í Pakistan til menntunar setur gott fordæmi fyrir okkur öll.“ Árásin á Malölu hefur valdið mikilli hneykslan um allan heim. Í Pakistan hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings. Nokkur hundruð manns hafa mætt á þá flesta en tugþúsundir mættu á fund á sunnudag í borginni Karachi. Yfir 100 talibanar réðust á lögreglustöð í nágrenni borgarinnar Peshawar seint á sunnudagskvöld. Skotbardagar milli þeirra og lögreglumanna vöruðu í nokkrar klukkustundir og létu sex lögreglumenn lífið auk þess sem tólf til viðbótar hlutu skotsár. Tveir lögreglumannanna voru afhöfðaðir. Talibanarnir kveiktu í lögreglustöðinni og fjórum lögreglubílum áður en þeir flúðu vettvanginn. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira