Fær læknisþjónustu og vernd í Bretlandi 15. október 2012 23:30 Læknar og hjúkrunarfræðingar flytja hér Malölu út af herspítalanum sem hún hefur dvalið á undanfarna viku. Hún kom til Bretlands í gær þar sem henni verður sinnt næstu vikurnar. fréttablaðið/ap Hin fjórtán ára gamla Malala Yousufzai var snemma í gærmorgun flutt af hersjúkrahúsi í Pakistan til Bretlands þar sem hún fær aðhlynningu og vernd gegn áframhaldandi árásum talibana, sem hafa heitið því að myrða hana. Malala Yousufzai, fjórtán ára gömul pakistönsk stúlka, var í gær send til Bretlands með sjúkraflugi. Talibanar skutu Malölu og særðu lífshættulega þegar hún var á leið úr skóla fyrir viku síðan. Malala var flutt með sjúkraflugi frá Pakistan til Sameinuðu arabísku furstadæmanna snemma í gærmorgun. Þar beið hún í nokkrar klukkustundir áður en flogið var með hana til Bretlands, þar sem hún mun fá læknishjálp næstu vikurnar. Læknar í Pakistan voru sammála um að flytja hana til Bretlands, þar sem hún gæti fengið sérhæfðari læknishjálp og notið aukinnar verndar gegn fleiri árásum talibana. Ákvörðunin var tekin í samráði við fjölskyldu Malölu og munu pakistönsk yfirvöld greiða kostnaðinn. Talibanar réðust á Malölu vegna þess að hún hefur talað fyrir menntun stúlkna og gagnrýnt talibana. Þeir segja að hún hafi verið með áróður fyrir vestrænum þankagangi og hafa hótað því að þeir muni ekki linna látum fyrr en hún hafi verið myrt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur greint frá því að Malala verði lögð inn á almennan spítala í landinu, en gefur ekki frekari upplýsingar. „Bretland stendur með Pakistan í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði utanríkisráðherrann William Hague í tilkynningu. „Hugrekki Malölu til að berjast fyrir rétti allra ungra stúlkna í Pakistan til menntunar setur gott fordæmi fyrir okkur öll.“ Árásin á Malölu hefur valdið mikilli hneykslan um allan heim. Í Pakistan hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings. Nokkur hundruð manns hafa mætt á þá flesta en tugþúsundir mættu á fund á sunnudag í borginni Karachi. Yfir 100 talibanar réðust á lögreglustöð í nágrenni borgarinnar Peshawar seint á sunnudagskvöld. Skotbardagar milli þeirra og lögreglumanna vöruðu í nokkrar klukkustundir og létu sex lögreglumenn lífið auk þess sem tólf til viðbótar hlutu skotsár. Tveir lögreglumannanna voru afhöfðaðir. Talibanarnir kveiktu í lögreglustöðinni og fjórum lögreglubílum áður en þeir flúðu vettvanginn. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Hin fjórtán ára gamla Malala Yousufzai var snemma í gærmorgun flutt af hersjúkrahúsi í Pakistan til Bretlands þar sem hún fær aðhlynningu og vernd gegn áframhaldandi árásum talibana, sem hafa heitið því að myrða hana. Malala Yousufzai, fjórtán ára gömul pakistönsk stúlka, var í gær send til Bretlands með sjúkraflugi. Talibanar skutu Malölu og særðu lífshættulega þegar hún var á leið úr skóla fyrir viku síðan. Malala var flutt með sjúkraflugi frá Pakistan til Sameinuðu arabísku furstadæmanna snemma í gærmorgun. Þar beið hún í nokkrar klukkustundir áður en flogið var með hana til Bretlands, þar sem hún mun fá læknishjálp næstu vikurnar. Læknar í Pakistan voru sammála um að flytja hana til Bretlands, þar sem hún gæti fengið sérhæfðari læknishjálp og notið aukinnar verndar gegn fleiri árásum talibana. Ákvörðunin var tekin í samráði við fjölskyldu Malölu og munu pakistönsk yfirvöld greiða kostnaðinn. Talibanar réðust á Malölu vegna þess að hún hefur talað fyrir menntun stúlkna og gagnrýnt talibana. Þeir segja að hún hafi verið með áróður fyrir vestrænum þankagangi og hafa hótað því að þeir muni ekki linna látum fyrr en hún hafi verið myrt. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur greint frá því að Malala verði lögð inn á almennan spítala í landinu, en gefur ekki frekari upplýsingar. „Bretland stendur með Pakistan í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði utanríkisráðherrann William Hague í tilkynningu. „Hugrekki Malölu til að berjast fyrir rétti allra ungra stúlkna í Pakistan til menntunar setur gott fordæmi fyrir okkur öll.“ Árásin á Malölu hefur valdið mikilli hneykslan um allan heim. Í Pakistan hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings. Nokkur hundruð manns hafa mætt á þá flesta en tugþúsundir mættu á fund á sunnudag í borginni Karachi. Yfir 100 talibanar réðust á lögreglustöð í nágrenni borgarinnar Peshawar seint á sunnudagskvöld. Skotbardagar milli þeirra og lögreglumanna vöruðu í nokkrar klukkustundir og létu sex lögreglumenn lífið auk þess sem tólf til viðbótar hlutu skotsár. Tveir lögreglumannanna voru afhöfðaðir. Talibanarnir kveiktu í lögreglustöðinni og fjórum lögreglubílum áður en þeir flúðu vettvanginn. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira