Fótbolti

Jóhann Berg og félagar í undanúrslit bikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar.
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 20 mínúturnar þegar að lið hans, AZ Alkmaar, komst í undanúrslit hollensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á neðrideildarliðinu GVVV.

AZ lét sér nægja að vinna 2-1 sigur eftir að hafa lent óvænt marki undir strax á tíundu mínútu leiksins. AZ jafnaði metin með marki Maarten Martens níu mínútum síðar og Martens tryggði svo sínum mönnum sigur á 66. mínútu.

Heerenveen og Heracles eru einnig komin áfram í undanúrslit og annað hvort PSV Eindhoven eða NEC mun svo bætast í þann hóp en liðin mætast í lokaleik fjórðungsúrslitanna annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×