Enski boltinn

Misstirðu af markinu hans Tevez? | Öll mörkin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez opnaði markareikninginn sinn hjá Manchester City á nýjan leik þegar hann skoraði eitt fjögurra marka sinna manna gegn West Brom í gær. Tevez skoraði síðast mark fyrir City fyrir tæpu ári síðan.

Á sama tíma tapaði Manchester United óvænt fyrir Wigan, 1-0, og fyrir vikið minnkaði City forystu United-manna á toppnum í fimm stig.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea máttu þola slæmt tap gegn QPR á útivelli, 3-0, og Arsenal lenti ekki í vandræðum með botnlið Wolves og fann örugglega, einnig 3-0.

Samantektir úr öllum leikjunum má sjá á Sjónvarpsvef Vísis, undir íþróttum og enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×