Enski boltinn

Rodgers bað stuðningsmenn Swansea afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í Swansea gegn QPR í gærkvöldi enda tapaðist leikurinn 3-0.

„Það eina sem ég get gert er að biðja stuðninsgmenn afsökunar. Það hef ég aldrei þurft að gera síðan ég kom til félagsins," sagði Rodgers eftir leikinn. „Við vorum mjög lélegir og QPR átti skilið að vinna þennan leik."

„Við getum aðeins sjálfum okkur um kennt. Frammistaða okkar stóðs engan veginn þær kröfum sem við höfum sett okkur."

Swansea er enn í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig og segir Rodgers að liðið sé ekki öruggt með sæti sitt í deildinni.

„Við þurfum að ná fleiri stigum til að tryggja okkur. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að ná einhverju úr þeim."

Swansea á erfiða leiki fram undan gegn Blackburn, Bolton og Wolves sem eru öll að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Síðustu tveir leikir tímabilsins verða svo gegn Manchester United og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×