Innlent

Ákvörðun um lögbann frestað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andrea Ólafsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Andrea Ólafsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. mynd/ sigurjón.
Sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað að fresta ákvörðun um lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmanns neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Hagsmunasamtökin segja lögbannsbeiðnina réttmæta þar sem mikil óvissa sé um endurútreikninga á fyrrverandi gengislánum og ætla megi að fjöldi skuldara hafi ofgreitt af lánum sínum.

Andrea Ólafsdóttir segir að Landsbankinn hafi lagt fram mikið af gögnum þegar taka átti beiðnina fyrir hjá sýslumanni í dag. Lögmaður Hagsmunasamtaka heimilanna hafi því ákveðið að biðja um frest á málinu og því verði frestað til miðvikudags í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×