Fótbolti

Lagerbäck búinn að velja hópinn | Aron Jóhannsson eini nýliðinn

Aron Jóhannsson er í hópnum.
Aron Jóhannsson er í hópnum.
Landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM var tilkynntur í tölvupósti í dag en Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari mun svo halda blaðamannafund á föstudag.

Hinn sjóðheiti framherji AGF, Aron Jóhannsson, er eini nýliðinn í hópnum en miðað við frammistöðu hans síðustu vikur þarf ekki að koma á óvart að hann sé í hópnum.

Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Bochum og fyrirliði U-21 árs landsliðsins, er einnig í hópnum en hann á einn landsleik að baki.

Landsliðshópurinn:

Markmenn

Gunnleifur Gunnleifsson - FH

Hannes Þór Halldórsson - KR

Haraldur Björnsson - sarpsborg

Varnarmenn

Grétar Rafn Steinsson - Kayserispor

Birkir Már Sævarsson - Brann

Kári Árnason - Rotherham

Ragnar Sigurðsson - FCK

Bjarni Ólafur Eiríksson - Stabæk

Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FCK

Ari Freyr Skúlason - Sundsvall

Hólmar Örn Eyjólfsson - Bochum

Miðjumenn

Aron Einar Gunnarsson - Cardiff

Emil Hallfreðsson - Verona

Helgi Valur Daníelsson - AIK

Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar

Rúrik Gíslason - FCK

Eggert Gunnþór Jónsson - Wolves

Birkir Bjarnason - Pescara

Gylfi Þór Sigurðsson - Tottenham

Sóknarmenn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson - Norrköping

Alfreð Finnbogason - Heerenveen

Aron Jóhannsson - AGF

Sölvi Geir er í leikbanni gegn Albaníu en hann fékk rautt spjald gegn Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×