Innlent

Handteknir með 100 grömm af amfetamíni

BBI skrifar
Lögreglan stöðvaði tvo karlmenn á þrítugsaldri í Reykjavík fyrir helgina en þeir voru með 100 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Þeir voru báðir handteknir.

Lögreglan lagði hald á amfetamínið og sömuleiðis hnúajárn sem fannst í bifreið mannanna. Þeir hafa báðir komið áður við sögu hjá lögreglu, m.a. vegna fíkniefnamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×