Tölvufíkill loks laus við tölvuna Lilllý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2012 18:45 Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað." Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað."
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira