Innlent

Fleiri vilja kjósa í lok kjörtímabilsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjörtímabilið rennur út eftir ár.
Kjörtímabilið rennur út eftir ár.
Tæplega 54% landsmanna telja að kjósa eigi áður en kjörtimabilið rennur út en 45% telja að kjósa eigi í lok núverandi kjörtímabils, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þetta er töluverð breyting frá könnun MMR sama efnis frá í október í hitteðfyrra þegar einungis 30,7% þeirra sem tóku afstöðu töldu að þingið ætti að sitja út kjörtímabilið.

Áberandi munur reyndist á afstöðu svarenda til tímasetningar næstu alþingiskosninga eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosninga nú. Þannig sögðust til dæmis flestir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vilja kjósa innan þriggja mánaða. Á móti vildu flestir stuðningsmanna Vinstri-grænna og Samfylkingarinnar kjósa í lok kjörtímabilsins.

891 svaraði könnuninni sem gerð var dagana 13-18. mars. Spurningar voru lagðar fyrir á Netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×