Forseti Singapúr ánægður með hugrakka Íslendinga 24. febrúar 2012 10:45 Ólafur Ragnar og forseti Singapúr, Dr. Tony Tan Keng Yam. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með kollega sínum frá Singapúr, Dr. Tony Tan Keng Yam, en Ólafur er nú staddur í Singapúr. Á fundinum, sem fram fór í forsetahöllinni, var rætt um sameiginlega hagsmuni Íslands og Singapúr í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir verndun auðæva hafsins að því er frem kemur í tilkynningu frá embættinu. Forsetarnir voru sammála um að þessi brýnu verkefni fælu í sér aukna þörf á samstarfi eyríkja. Ísland og Singapúr gætu í þeim efnum, í ljósi sögu sinnar og árangurs, haft ákveðna forystu. „Singapúr studdi á sínum tíma baráttu Íslendinga fyrir útfærslu landhelginnar og hefur verið eindreginn málsvari Hafréttarsáttmálans. Bráðnun jökla og íss á Norðurslóðum og Suðurskautinu ógnar öryggi landsins þar eð hækkun sjávarborðs um 2-3 metra myndi sökkva verulegum hluta byggðar í Singapúr og leggja í rúst hið blómlega efnahagslíf landsins," segir ennfremur. Þá segir að forseti Singapúr hafi fagnað því að hið virta tímarit The Economist hefði ákveðið að halda þar heimsþing um höfin. „Í því fælust mikilvæg skilaboð og vonandi myndi þingið hafa í för með sér aukna alþjóðlega samvinnu við verndun hafsins og auðlindanna sem þar er að finna. Ræddi hann og um tengsl Singapúr við Kína og önnur nágrannaríki." „Þá kom fram á fundinum mikill áhugi forseta Singapúr á endurreisn efnahagslífsins á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Hann kvað afar athyglisvert að Íslendingar hefðu á margan hátt farið aðrar leiðir en rétttrúnaður á vettvangi hins alþjóðlega fjármálakerfis hefur boðað. Höfnun Icesavesaminganna í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hefði vakið athygli og aðdáun víða um veröld. Sú ákvörðun hefði sýnt hugrekki og sterkan lýðræðislegan vilja lítillar þjóðar." Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með kollega sínum frá Singapúr, Dr. Tony Tan Keng Yam, en Ólafur er nú staddur í Singapúr. Á fundinum, sem fram fór í forsetahöllinni, var rætt um sameiginlega hagsmuni Íslands og Singapúr í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir verndun auðæva hafsins að því er frem kemur í tilkynningu frá embættinu. Forsetarnir voru sammála um að þessi brýnu verkefni fælu í sér aukna þörf á samstarfi eyríkja. Ísland og Singapúr gætu í þeim efnum, í ljósi sögu sinnar og árangurs, haft ákveðna forystu. „Singapúr studdi á sínum tíma baráttu Íslendinga fyrir útfærslu landhelginnar og hefur verið eindreginn málsvari Hafréttarsáttmálans. Bráðnun jökla og íss á Norðurslóðum og Suðurskautinu ógnar öryggi landsins þar eð hækkun sjávarborðs um 2-3 metra myndi sökkva verulegum hluta byggðar í Singapúr og leggja í rúst hið blómlega efnahagslíf landsins," segir ennfremur. Þá segir að forseti Singapúr hafi fagnað því að hið virta tímarit The Economist hefði ákveðið að halda þar heimsþing um höfin. „Í því fælust mikilvæg skilaboð og vonandi myndi þingið hafa í för með sér aukna alþjóðlega samvinnu við verndun hafsins og auðlindanna sem þar er að finna. Ræddi hann og um tengsl Singapúr við Kína og önnur nágrannaríki." „Þá kom fram á fundinum mikill áhugi forseta Singapúr á endurreisn efnahagslífsins á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Hann kvað afar athyglisvert að Íslendingar hefðu á margan hátt farið aðrar leiðir en rétttrúnaður á vettvangi hins alþjóðlega fjármálakerfis hefur boðað. Höfnun Icesavesaminganna í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hefði vakið athygli og aðdáun víða um veröld. Sú ákvörðun hefði sýnt hugrekki og sterkan lýðræðislegan vilja lítillar þjóðar."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira