Lífið

Ólafur og Bruce Willis í stiklu

Tónlist Ólafs Arnalds hljómar í nýrri stiklu við mynd Bruce Willis, Looper.
Tónlist Ólafs Arnalds hljómar í nýrri stiklu við mynd Bruce Willis, Looper.
„Það er svolítið „kúl“ að vera með Willis þarna,“ segir Ólafur Arnalds.

Tónlist hans hljómar í nýrri kynningarstiklu fyrir vísindatryllinn Looper sem verður frumsýndur í Bandaríkjunum í september. Hollywood-stjarnan Bruce Willis fer með aðalhlutverkið í myndinni ásamt Joseph Gordon-Levitt og koma þeir báðir við sögu í stiklunni. Undir hasarnum hljómar svo lag Ólafs sem hann samdi upphaflega fyrir dansverk breska balletthöfundarins Wayne McGregor. „Þetta kom rosa vel út,“ segir Ólafur, sem hefur áður samið tónlist við stiklur en aldrei fyrir svona dýra mynd. Hann virðist vera búinn að koma ár sinni vel fyrir borð í Hollywood því stutt er síðan hann átti lag í myndinni vinsælu The Hunger Games.

Spurður út í mögulegt samstarf hans og bresku leikkonunnar Emmu Watson, sem er stödd hér á landi við tökur á stórmyndinni Noah, varð heldur fátt um svör hjá Ólafi. Watsons hefur lýst yfir aðdáun sinni á tónlist Ólafs á Twitter-síðu sinni og orðrómur er uppi um að hún vilji syngja lag eftir hann. „Við erum búin að hittast og spá í músík,“ segir hann en með henni á landinu er vinur hennar Ben Hammersley. „Hann er rosalega fær tónlistarmaður.“

Ólafur segir Watson vera rosalega fína manneskju. „Hún er mjög jarðbundin og það er ekkert vesen á henni. Þetta er ósköp eðlileg stelpa.“ -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.