Lífið

Gummi Ben mætti með Michelin-kokk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Evu og Evu Ruzu fannst uppátæki Guðmundar ekki sanngjarnt.
Evu og Evu Ruzu fannst uppátæki Guðmundar ekki sanngjarnt.

Í síðasta þætti af Ísskápastríði á Sýn mættu tveir frábærir gestir. Skemmtikrafturinn Eza Ruza og síðan matreiðslumaðurinn Gunnar Karl Gíslason sem oftast er kenndur við veitingarstaðinn Dill.

Dill hefur til að mynda fengið Michelin-stjörnu og er því um nokkuð góðan gest í eldhúsinu að ræða.

Eva Ruza var með Evu Laufeyju í liði en Gummi Ben fékk þann heiður að vera með Michelin-kokki í liði. Þetta var því nokkuð erfitt verkefni fyrir Evurnar í síðasta þætti. 

Þættirnir eru á dagskrá á Sýn á fimmtudagskvöldum en hægt er að sjá enn fleiri þætti á streymisveitunni Sýn+. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Mætti með Michelin-kokk





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.