Hannar púða og sessur sem fylltar eru með heyi 7. ágúst 2012 10:30 Hjónin Fabio Del Percio og Anna Giudice hanna fallega púða sem fylltir eru með íslensku heyi. fréttablaðið/daníel rúnarsson Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og "grjóna"púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaðastrætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnustofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að framleiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldisárum sínum á ítölskum sveitabæ. „Ég byrjaði að hanna fyrir um tuttugu árum síðan á Ítalíu og vann einnig um hríð sem bólstrari. Hugmyndin um að nota hey sem fyllingu er komin frá uppeldisárum mínum á Ítalíu en ég ólst upp á sveitabæ og í gamla daga var hey gjarnan notað í dýnur,? segir Fabio og bætir við: ?En útlit púðanna er innblásið af Íslandi.“ Tvö ár eru síðan Fabio byrjaði að þróa hugmyndina að púðunum en hann kaupir heyið frá sauðfjárbónda á Reykjanesinu. Inntur eftir því hvort það hafi komið umræddum bónda á óvart í hvað heyið væri notað segir Fabio svo vera. „Hann varð svolítið hissa á bóninni og rak upp stór augu þegar hann sá vöruna.“ Í áklæðið notar Fabio annaðhvort vínyl eða endurunnið plast og því henta húsgögnin vel í garða eða á svalir þar sem þau eru vatnsheld. Að auki má greina lyktina af heyinu í gegnum áklæðið og því mætti segja að Fabio og Anna færi fólki svolítið af sveitinni heim í stofu. Hjónin eru alflutt til landsins og kveðst Fabio ánægður með lífið á Íslandi. „Við erum komin til að vera og erum mjög hrifin af borginni og íslenskri menningu.“ Aðspurður þvertekur hann þó fyrir að íslenskt veðurfar sé of kalt fyrir Ítala. Áhugasamir geta skoðað púðana á vefsíðunni hver-design.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og "grjóna"púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaðastrætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnustofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að framleiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldisárum sínum á ítölskum sveitabæ. „Ég byrjaði að hanna fyrir um tuttugu árum síðan á Ítalíu og vann einnig um hríð sem bólstrari. Hugmyndin um að nota hey sem fyllingu er komin frá uppeldisárum mínum á Ítalíu en ég ólst upp á sveitabæ og í gamla daga var hey gjarnan notað í dýnur,? segir Fabio og bætir við: ?En útlit púðanna er innblásið af Íslandi.“ Tvö ár eru síðan Fabio byrjaði að þróa hugmyndina að púðunum en hann kaupir heyið frá sauðfjárbónda á Reykjanesinu. Inntur eftir því hvort það hafi komið umræddum bónda á óvart í hvað heyið væri notað segir Fabio svo vera. „Hann varð svolítið hissa á bóninni og rak upp stór augu þegar hann sá vöruna.“ Í áklæðið notar Fabio annaðhvort vínyl eða endurunnið plast og því henta húsgögnin vel í garða eða á svalir þar sem þau eru vatnsheld. Að auki má greina lyktina af heyinu í gegnum áklæðið og því mætti segja að Fabio og Anna færi fólki svolítið af sveitinni heim í stofu. Hjónin eru alflutt til landsins og kveðst Fabio ánægður með lífið á Íslandi. „Við erum komin til að vera og erum mjög hrifin af borginni og íslenskri menningu.“ Aðspurður þvertekur hann þó fyrir að íslenskt veðurfar sé of kalt fyrir Ítala. Áhugasamir geta skoðað púðana á vefsíðunni hver-design.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira