Úkraínustjórn sögð misnota valdastöðu Guðsteinn skrifar 30. október 2012 08:00 Júlía Tímósjenkó segir kosningarnar um helgina hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins.nordicphotos/AFP „Þegar hliðsjón er höfð af misnotkun valda og óhóflegu hlutverki peninga í þessum kosningum þá virðist sem lýðræðisferlinu hafi farið aftur í Úkraínu,“ segir Walburga Habsburg Douglas, yfirmaður eftirlitssveitar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgdist með framkvæmd þingkosninganna í Úkraínu á sunnudag. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en í dag, en þegar búið var að telja um helming atkvæða stefndi allt í að Héraðaflokkurinn, sem er flokkur forsetans, fái 240 til 260 þingsæti á 450 manna þjóðþingi landsins. Kommúnistaflokknum, sem hefur veitt Janúkovitsj forseta stuðning, er spáð fimmtán prósentum atkvæða, en þessir tveir flokkar vilja halda góðum tengslum við Rússland. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem vilja frekar tengjast Vesturlöndum en Rússlandi, ná ekki meirihluta og sitja því áfram í stjórnarandstöðu. Flokkur Júlíu Tímósjenkó, sem nú situr í fangelsi, hafði fengið 22 prósent og flokkur boxkappans Vitali Klitsjkó var kominn með þrettán prósent. Þá er kominn fram nýr flokkur þjóðernissinna, sem virtist ætla að fá um átta prósent atkvæða. Í tilkynningu frá kosningaeftirliti ÖSE segir að stjórnarflokkarnir hafi staðið betur að vígi fyrir kosningarnar, bæði vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi óspart notfært sér aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlum og stjórnkerfinu almennt, auk þess sem fjármögnun flokksstarfs og kosningabaráttu er engan veginn nógu gegnsæ. Þá gagnrýnir ÖSE að tveir þekktir stjórnarandstæðingar, þau Timosjenkó og Júríi Lútsjenkó, sitji í fangelsi í kjölfar réttarhalda, sem ÖSE gagnrýndi á sínum tíma. „Maður ætti ekki að þurfa að fara í fangelsisheimsókn til að heyra hljóðið í stjórnmálaleiðtogum landsins,“ segir Douglas. ÖSE segir að fjarvera þeirra frá kosningabaráttunni hafi greinilega haft áhrif á úrslit kosninganna. Tímósjenkó brást í gær við úrslitunum með því að hefja mótmælasvelti í fangelsinu. Hún sakar stjórnina um kosningasvindl og segir þessar kosningar hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
„Þegar hliðsjón er höfð af misnotkun valda og óhóflegu hlutverki peninga í þessum kosningum þá virðist sem lýðræðisferlinu hafi farið aftur í Úkraínu,“ segir Walburga Habsburg Douglas, yfirmaður eftirlitssveitar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgdist með framkvæmd þingkosninganna í Úkraínu á sunnudag. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en í dag, en þegar búið var að telja um helming atkvæða stefndi allt í að Héraðaflokkurinn, sem er flokkur forsetans, fái 240 til 260 þingsæti á 450 manna þjóðþingi landsins. Kommúnistaflokknum, sem hefur veitt Janúkovitsj forseta stuðning, er spáð fimmtán prósentum atkvæða, en þessir tveir flokkar vilja halda góðum tengslum við Rússland. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem vilja frekar tengjast Vesturlöndum en Rússlandi, ná ekki meirihluta og sitja því áfram í stjórnarandstöðu. Flokkur Júlíu Tímósjenkó, sem nú situr í fangelsi, hafði fengið 22 prósent og flokkur boxkappans Vitali Klitsjkó var kominn með þrettán prósent. Þá er kominn fram nýr flokkur þjóðernissinna, sem virtist ætla að fá um átta prósent atkvæða. Í tilkynningu frá kosningaeftirliti ÖSE segir að stjórnarflokkarnir hafi staðið betur að vígi fyrir kosningarnar, bæði vegna þess að stjórnarflokkarnir hafi óspart notfært sér aðstöðu sína í ríkisfjölmiðlum og stjórnkerfinu almennt, auk þess sem fjármögnun flokksstarfs og kosningabaráttu er engan veginn nógu gegnsæ. Þá gagnrýnir ÖSE að tveir þekktir stjórnarandstæðingar, þau Timosjenkó og Júríi Lútsjenkó, sitji í fangelsi í kjölfar réttarhalda, sem ÖSE gagnrýndi á sínum tíma. „Maður ætti ekki að þurfa að fara í fangelsisheimsókn til að heyra hljóðið í stjórnmálaleiðtogum landsins,“ segir Douglas. ÖSE segir að fjarvera þeirra frá kosningabaráttunni hafi greinilega haft áhrif á úrslit kosninganna. Tímósjenkó brást í gær við úrslitunum með því að hefja mótmælasvelti í fangelsinu. Hún sakar stjórnina um kosningasvindl og segir þessar kosningar hafa verið þær óheiðarlegustu í sögu landsins.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent